„Pizza“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 36:
Pizza er líklega fyrst nefnd í ferðalýsingu frá Róm sem birtist í vikublaðinu ''[[Fálkinn|Fálkanum]]'' [[1951]], en þar segir svo: „Sums staðar í Róm rekst maður líka á staði, sem heita ''pizzeria'', þar er sérstaklega framreiddur neapolitanskur matur, sem nefnist pizza, en það er eins konar svellþykk pönnukaka, með ansjósum, olívum, rifnum osti og tómötum í.“<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4367808 „Allar leiðir liggja til Róm“.] ''Fálkinn'', 12. tölublað 1951.</ref>
 
Þann [[1. apríl]] [[1960]] auglýsti veitingahúsið [[Naustið|nigga]] í Reykjavík ítalskan matseðil og þar var meðal annars boðið upp á Pizza a la maison. Kann það að hafa verið í fyrsta sinn sem boðið var upp á pizzu á íslenskum veitingastað. Fyrstu uppskriftirnar að pizzum birtust í blöðum vorið 1962 og heimabakaðar pizzur ruddu sér smátt og smátt rúms á næstu árum. Fyrsti íslenski veitingastaðurinn sem bauð að staðaldri upp á pizzu var líklega Smárakaffi við Laugaveg.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1416844 „Pizzan er borin fram heit“„“.] ''Morgunblaðið'', 4. desember 1970.</ref> Þar var meðal annars boðið upp á spaghettipizzu, hamborgarapizzu, ananaspizzu og sígaunapizzu.
 
Á næstu árum fóru nokkrir veitingastaðir að bjóða upp á pizzur og einnig fóru að fást frosnar pizzur og tilbúnir pizzubotnar og pizzudeig í verslunum. Fyrsti eiginlegi pizzuveitingastaðurinn var þó [[Hornið]] við Hafnarstræti, sem hóf starfsemi [[1979]].<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3407235 „Fjölbreyttur matseðill á Horninu“.] Vísir, 22. september 1979.</ref> Þar var raunar fleira en pizzur í boði en staðurinn varð þó fyrst og fremst þekktur fyrir þær og á næstu árum fjölgaði mjög veitingastöðum sem sumir buðu eingöngu upp á pizzur.