„Búddismi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Eniisi Lisika (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Eniisi Lisika (spjall | framlög)
Lína 101:
=== Theravada ===
{{Aðalgrein|Theravada búddismi}}
 
''Theravada'' („kenning öldunganna“) er í meginatriðum íhaldssöm grein búddismans og almennt talin standa næst fornum búddisma.<ref>Gethin (1998): 1.</ref> Theravada byggir trúarskilning sinn og framkvæmd einungis á því textasafni á indverska tungumálinu palí sem nefnt er [[Tripitaka]]. Þetta eru elstu textar búddismans og eru viðurkenndir af öllum greinum hans. Theravada-greinin er íhaldsamasta grein trúarinnar og segist í alla staði boða upphaflegar og ómengaðar kenningar Gátama Búdda. Í hefð theravada er Búdda upplýstur kennari og leiðsögumaður sem vísar vegin til nirvana en ekki guðleg vera. Mikil virðing er borin fyrir munkum og einungis þeir geta náð uppljómun. Trúarlegt fyrirmynd er svo nefndur arhat, það er sá er sem hefur öðlast fullkomna innsýn, náð uppljómun og losnar því úr endurfæðingarkeðjunni og gengur inn í nirvana. Theravada-greinin er megintrú á [[Sri Lanka]], í [[Taíland]]i, [[Búrma]], [[Kambódía|Kambódíu]] og [[Laos]].
 
=== Mahayana ===
{{Aðalgrein|Mahāyāna}}
 
''Mahāyāna'' („farið meira eða stóri vagninn“) varð til á Indlandi fyrir um það bil tvö þúsund árum. Fylgismenn þessarar greinar gangrýndu theravada fyrir að vera of þröngur vegur, að einungis þeir sem hefðu möguleika að verða munkar eða nunnur og gætu notað allan sinn tíma til hugleiðslu gætu náð nirvana. Mahayana-búddistarnir sjá fyrir sér að hægt væri að gefa öllum mönnum möguleika á að ná nirvana. Fyrir mahayana-búddista er það miklu virðingarmeira og eftirsóknarverðara að gerast bodhisattva en verða arhat og ná nirvana sjálfur. Bodhisattva er sá sem er upplýstur en kýs að fresta nirvana og velur að aðstoða aðra í andlegri þróun. Þannig rýfur hann ekki samsara og heldur áfram í hringrás endurfæðingar. Það er innan þess hluta Mahāyāna búddisma sem trúir á endurfæðingu.
 
Í viðbót við Tripitaka-textana nota mahayana-búddistar allmarga seinni tíma helgitexta, allflestir þeirra skráðir um árið [[100|100 e. Kr.]] Mahayana-búddistar nota hugtök úr fornindverska tungumálinu [[sanskrít]] og helgirit þeirra, ásamt Tripitaka, eru upphaflega á því tungumáli. Þar að auki eru ýmsar greinar innan mahayana sem nota hugtök úr öðrum málum. Innan mahayana eru margar greinar sem hafa mjög mismunandi túlkun á ýmsum atriðum kenningarinnar og aðferðum að ná uppljómun. Má þar nefna ýmsar vajrayana-greinar sem einkennast mjög af dulúð og leyndardómum, [[Tíbetskur búddismi|tíbetskan búddisma]] sem hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá ''vajrayana'', [[zen]] (sem heitir ''Tjan'' á [[kínverska|kínversku]] og ''sön'' á [[kóreska|kóresku]]), sem einkum snýst um [[hugleiðsla|hugleiðslu]], og grein ''hins Hreina lands'' sem treystir helst á aðstoð búddans ''Amitabha'' við að ná nirvana.