„Fiskabúr“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Rekja má fiskabúr til ársins 1850 þegar enski efnafræðingurinn Robert Warington gerði tilraunir með rúmlega 60 lítra búr. Nokkrum árum seinna var fyrsta fiskabúr fyrir almenning sett upp í dýragarðinum í [[London]]. Fiskabúr urðu útbreiddari eftir [[fyrri heimsstyrjöldin]]a þegar rafmagn gaf möguleika á lýsingu, síun og hitun vatns. Fáanleiki framandi fiska frá [[hitabelti]]slöndum varð möguleiki og með vöruflutningum með flugvélum varð áhugamálið algengara eftir miðja 20. öld. Búr úr gleri og akrýlgleri urðu viðtekin venja með sílíkoneinangrun milli samskeyta. Tæki eins og síunar- og dælutæki, ljós og hitarar eru búnaður sem fylgir oft með búrum. Lok er á búrum og er ljósið vanalega undir því.
 
Innanstokksmunir sem algengir eru í fiskabúrum eru sandur eða smágerðir steinar, Viðarbútarviðarbútar (rætur), plöntur (lifandi eða gervi), steinar í ýmsu formi, skrautmunir úr ýmsu hráefni.
 
Eftir því sem fiskabúr er minna eru meiri líkur á að lífkerfið verði fyrir hnjaski. Niðurbrotsefni ([[ammónía]] og [[nítrít]]) sem safnast upp eru með meiri þéttni í þeim. Skipta þarf um vatn reglulega og vatnsryksuga óhreinindi.