Munur á milli breytinga „Járn“

2 bæti fjarlægð ,  fyrir 1 ári
m
ekkert breytingarágrip
m
Venjulegt járn[[atóm]] hefur 56 sinnum meiri massa en venjulegt [[vetni]]satóm. Járn er algengasti málmurinn og er talið tíunda algengasta [[frumefni]]ð í [[alheimurinn|alheiminum]]. [[Jörð]]in er einnig að mestum hluta úr járni (um 34,6% eftir þyngd). Mismunandi hlutföll járns eru í lögum jarðarinnar. Kjarninn er til að mynda að miklum hluta úr járni meðan hlutfall þess í jarðskorpunni er aðeins um 5%. Það er mögulegt að innri kjarninn sé gerður úr einum járn[[kristall]]i þó að líklegra sé að hann sé blanda úr járni og [[nikkel]]. Þetta magn járns er talið orsakavaldur [[Segulsvið Jarðar|segulsviðs jarðar]]. Efnatákn þess, ''Fe'' er skammstöfun á [[latína|latneska]] heitinu yfir járn, ''ferrum''.
 
Járn er [[málmur]] sem er unninn úr járngrýti og finnst yfirleitt aldrei sem hreint frumefni. Til að ná járni yfir á frumefnisformið, verður að ná út úr því óhreinindum með [[efnarýring|rýringu]]. Járn er notað í framleiðslu á [[stál]]s, sem er ekki frumefni heldur [[málmblanda]], lausn mismunandi málma (og stundum málmleysingja, þá sérstaklega [[kolefni]]<nowiki/>s).
 
Kjarni járns hefur hæstu bindiorku kjarneinda, þannig að það er þyngsta frumefnið sem framleitt er með kjarnasamruna og það léttasta með kjarnaklofnun. Þegar stjarna er orðin nógu massamikil fer hún að framleiða járn. Þegar járnframleiðsla hefst getur hún ekki lengur framleitt orku í kjarna sínum og verður þá að [[sprengistjarna|sprengistjörnu]].
12.668

breytingar