„Paul Kagame“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 34:
Kagame fæddist til fjölskyldu [[Tútsar|Tútsa]] í suðurhluta Rúanda. Þegar hann var tveggja ára batt bylting enda á pólitíska yfirburði Tútsa í Rúanda og fjölskylda Kagame flúði því til [[Úganda]], þar sem hann varði æskuárum sínum. Á níunda áratugnum barðist Kagame með uppreisnarher [[Yoweri Museveni]] og varð hátt settur herforingi eftir að Museveni varð forseti Úganda. Kagame gekk síðan til liðs við Föðurlandsfylkingu Rúanda (RPF), sem gerði innrás í Rúanda árið 1990. Leiðtogi samtakanna, [[Fred Rwigyema]], lést stuttu eftir að innrásin hófst og Kagame leysti hann af. Árið 1993 hafði Föðurlandsfylkingin lagt undir sig stóran hluta af Rúanda og samdi um vopnahlé við ríkisstjórnina. Þegar [[Juvénal Habyarimana]] forseti Rúanda var myrtur árið 1994 hófust [[Þjóðarmorðið í Rúanda|grimmileg fjöldamorð]] ofstækisfullra [[Hútúar|Hútú]]manna á um milljón Tútsum og Hútúum sem reyndu að verja þá. Kagame hélt stríðinu því áfram á ný og tókst að binda enda á þjóðarmorðið þegar Föðurlandsfylkingin steypti Hútú-stjórninni af stóli og tók völdin í Rúanda.
 
Eftir sigur Föðurlandsfylkingarinnar varð Kagame varaforseti Rúanda og stjórnaði sem slíkur rúandska hernum og viðhélt löglögum og reglu á meðan aðrir embættismenn hófust handa við að endurbyggja ríkið. Margir hermenn Föðurlandsfylkingarinnar frömdu morð til að hefna sín fyrir þjóðarmorðið. Kagame sagðist vera á móti þessum drápum en honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir þau. Síðar var réttað yfir fáeinum þessara hermanna. Eftir valdatöku RPF flúði fjöldi Hútúa frá Rwanda og settist að í flóttamannabúðum í [[Saír]] og öðrum nágrannaríkjum. Þeirra á meðal voru skipuleggjendur þjóðarmorðsins, sem hugðu á gagnárás inn í Rúanda til að endurheimta völdin. Föðurlandsfylkingin gerði árásir á flóttamannabúðirnar árið 1996 og neyddi marga Hútúana til að snúa heim. Um 200.000 manns létust í árásunum á flóttamannabúðirnar.
 
Samhliða árásunum á Hútúabúðirnar stóð Kagame fyrir tveimur innrásum í Saír. Í [[Fyrra Kongóstríðið|fyrri innrásinni]] (1996–97) steyptu rúandskir og úgandskir hermenn einræðisherranum [[Mobutu Sese Seko]] af stóli og komu uppreisnarmanninum [[Laurent-Désiré Kabila]] (sem breytti nafni landsins í [[Lýðræðislega lýðveldið Kongó]]) til valda. Kagame gerði aðra innrás næsta ár gegn ríkisstjórn Kabila (og síðar sonar hans, [[Joseph Kabila|Joseph]]) eftir að Kabila rak herafla Rúanda- og Úgandamanna úr landinu. Stríðið stigmagnaðist og varð að [[Seinna Kongóstríðið|meiriháttar styrjöld]] sem endaði ekki fyrr en með friðarsáttmála árið 2003.