Munur á milli breytinga „Luton“

1.725 bætum bætt við ,  fyrir 2 árum
 
Gasstöð var reist í Luton árið 1834 með tilheyrandi gaslýsingu á götum úti og bæjarbúar eignuðust sitt fyrsta ráðhús árið 1847. Ári síðar braust út [[kólera|kólerufaraldur]] í bænum, sem ýtti undir gerð vatnsveitu og holræsakerfis nokkrum árum síðar. Árið 1885 eignaðist bærinn loks atvinnuknattspyrnulið, [[Luton Town|Luton Town F.C.]], það fyrsta sinnar tegundar í Suður-Englandi.
 
===20. öld===
Hattaiðnaðurinn hélt mikilvægi sínu í atvinnulífi Luton fram eftir tuttugustu öldinni og náði framleiðslan hámarki sínu á fjórða áratugnum. Eftir það fór hún hratt dvínandi og aðrar greinar tóku við keflinu. Í hugum margra hætti Luton að vera fyrst og fremst þekkt sem hattaborg en varð bílaborg, eftir að bifreiðaframleiðandinn ''Vauxhall'' flutti höfuðstöðvar sínar þangað árið 1905 og reisti í kjölfarið stærstu bílaverksmiðju Bretlandseyja. Af öðrum kunnum fyrirtækjum í Luton á upphafsárum tuttugustu aldar mætti nefna flugvélaframleiðandann ''Hewlett & Blondeau''.
 
Ráðhús bæjarins var brennt til grunna árið 1919 þegar samkoma í tilefni stríðslokadagsins snerist upp í mótmæli uppgjafahermanna og atvinnulausra verkamanna. Nýtt ráðhús var reist árið 1936, tveimur árum áður en bæjarfélagið kom upp og hóf rekstur Luton-flugvallar. Á árum [[síðari heimsstyrjöld|síðari heimsstyrjaldarinnar]] gegndu Vauxhall-verksmiðjurnar mikilvægu hlutverki við framleiðslu [[skriðdreki|skriðdreka]] og varð bærinn því augljóst skotmark fyrir lofthernað Þjóðverja, sem olli miklum skemmdum.
 
Mikil endurbygging átti sér stað í Luton á árunum eftir stríð, þar sem mikið af gömlu og lélegu húsnæði var rifið. Stór hluti gamla miðbæjarins þurfti svo að víkja á ofanverðum sjöunda áratugnum til að rýma fyrir ''Arndale-verslunarmiðstöðinni'', yfirbyggðum miðbæjarkjarna sem um árabil var eitt helsta kennileiti staðarins. Árið 2000 varð atvinnulíf borgarinnar fyrir þungu höggi þegar Vauxhall-verksmiðjurnar, stærsti vinnuveitandinn í samfélaginu, tilkynntu um lokun.
 
== Heimildir ==
Óskráður notandi