Munur á milli breytinga „Luton“

774 bætum bætt við ,  fyrir 2 árum
 
Á sextándu öld hófst umfangsmikil múrsteinaframleiðsla í og umhverfis Luton. Í kjölfarið urðu múrsteinar helsta byggingarefni bæjarbúa. Öld síðar urðu bæjarbúar kunnir fyrir hattagerð og þá einkum framleiðslu á vinsælum stráhöttum. Hattagerðin varð langveigamesti iðnaður bæjarins. Hattar eru enn í dag gerðir í Luton, en þó í mun minni mæli en áður.
 
===19. öld===
Íbúar Luton voru rétt rúmlega 3.000 í byrjun 19. aldar. Þeim hafði fjölgað í 10.000 um öldina miðja og þegar tuttugusta öldin gekk í garð var íbúafjöldinn rétt tæplega 40.000. Vöxtur þessi var meðal annars mögulegur vegna tenginga við breska [[járnbraut|járnbrautarkerfið]] á fyrri helmingi aldarinnar.
 
Gasstöð var reist í Luton árið 1834 með tilheyrandi gaslýsingu á götum úti og bæjarbúar eignuðust sitt fyrsta ráðhús árið 1847. Ári síðar braust út [[kólera|kólerufaraldur]] í bænum, sem ýtti undir gerð vatnsveitu og holræsakerfis nokkrum árum síðar. Árið 1885 eignaðist bærinn loks atvinnuknattspyrnulið, [[Luton Town|Luton Town F.C.]], það fyrsta sinnar tegundar í Suður-Englandi.
 
== Heimildir ==
Óskráður notandi