Munur á milli breytinga „Marilyn Monroe“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 2 árum
Merki: Farsíma breyting Breyting frá farsímavef
Merki: Farsíma breyting Breyting frá farsímavef
 
Margar kenningar hafa komið upp síðan Marilyn dó um hvort hún hafi verið myrt. Margir trúa því að ráðskonan hafi drepið Marilyn en aðrir hafa gengið svo langt og haldið því fram að sjálfur [[forseti Bandaríkjanna]] hafi banað henni. <ref>Laurence Leamer (2002) The Kennedy Men</ref>
 
Jack Clemmons, lögreglumaðurinn sem var fyrstur á vettvang trúði því að ráðskona Marilyn, Eunice Murray hafi átt eitthvað að gera við dauða hennar. Honum fannst það sérstakt að Murray hafði sett þvott í þvottavélina snemma um morguninn og þegar hann spurði hana var hún mjög taugaveikluð þegar hún talaði. Murray hélt því fram að hún hafði tekið eftir því að svefnherbergishurð Marilynar var læst um miðnætti nóttina áður og þegar hún bankaði á hurðina svaraði enginn. Þá hringdi hún í Dr. Engelberg sem var sálfræðingur Marilynar. Engelberg mætti á staðinn og bankaði á hurðina hjá Marilyn en ekkert svar barst svo að hann fór upp að glugganum hjá henni og sá hana liggja þar hreyfingarlausa. Hann braut gluggann og kom sér inn og fann út að hún var dauðdáin. Murray beið þá í fjórar klukkustundir þangað til hún hringdi í lögregluna og í millitíðinni setti hún í þvottavélina.
 
Krufningarskýrslan sýndi að Marilyn hafði gleypt að minnsta kosti 50 töflur í einu en það var ekkert vatn í krönunum í húsinu hennar. Einkenni taflanna sem hún hafði tekið vantaði alveg allstaðar og lík hennar leit út eins og hún hefði ekki tekið neinar pillur.
Óskráður notandi