„Jósef Stalín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 65:
Árið [[1939]] höfðu Sovétmenn og [[Þýskaland|Þjóðverjar]] gert með sér [[Molotov-Ribbentrop-sáttmálinn|samning um að ráðast ekki hvorir á aðra]]. Margir kommúnistar sáu þess konar samstarf við [[Nasismi|nasista]] sem svik við kommúnismann.
 
Í júní [[1941]] brutu Þjóðverjar samninginn og [[Innrásin í Sovétríkin|réðust á Sovétríkin]]. Sovétmenn nefndu stríðið „föðurlandsstyrjöldina miklu“. Enda þótt Stalín hefði átt von á að til átaka gæti komið við Þjóðverja bjóst hann ekki við innrásinni árið 1941 og voru Sovétríkin bæði hernaðarlega og iðnaðarlega illa búin undir stríðið. Stalín var yfirmaður herafla Sovétríkjanna og stjórnaði sjálfur stríðinu gegn Þjóðverjum. Þjóðverjar unnu til að byrja með mikla sigra, en voru að lokum yfirbugaðir.
 
=== Seinustu árin og tíminn eftir fráfall Stalíns ===