„Luton“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Luton Town Hall - geograph.org.uk - 944904.jpg|thumb|File:Luton Town Hall .]]
 
'''Luton''' er [[borg]] í [[Bedfordshire|Bedford-skíri]] í [[England|Englandi]], 50 kílómetrum norðvestur af [[London|Lundúnum]]. [[Luton-flugvöllur]] er innan bæjarmarkanna, en hann er einn stærsti og mikilvægasti [[flugvöllur|flugvöllurinn]] sem þjónar höfuðborginni. Bærinn var um áratugaskeið mikilvæg miðstöð bifreiðaiðnaðarins í [[Bretland|Bretlandi]]. Fyrr á árum var þar einnig umfangsmikil stráhattagerð og eru íbúar borgarinnar enn í dag stundum kallaðir ''„hattarar“''. Íbúar ereru tæplega 220 þúsund talsins.
 
==Saga==
Lína 11:
Talið er að bæjarmyndun í Luton hafi byrjað á 6. öld, þegar [[Saxar]] reistu þar varðstöð við ánna Leu. Vinsæl en þó ekki óumdeild kenning um uppruna [[örnefni|örnefnisins]] Luton er að það sé afbökun af ''Lea-tun'' eða ''bær við Leu''. Önnur tilgáta er sú að nafnið vísi í [[Keltar|keltneska]] guðinn ''Lugh''. Í [[Dómsdagsbókin|Dómsdagsbókinni]], kunnri enskri jarðabók frá elleftu öld, er þorpið kallað nöfnunum ''Loitone'' og ''Lintone'', en íbúarnir sagðir 7-800 talsins.
 
===1100 til 1800===
Róbert, [[jarl]] af [[Gloucester]], sem var launsonur [[Hinrik 1. Englandskonungur|Hinriks fyrsta]] lét árið 1121 hefja byggingu kirkju [[María mey|heilagrar Maríu]] í miðbæ Luton, sem enn stendur. Atvinnulíf bæjarins stóð í blóma á seinni hluta miðalda og geta heimildir um sex [[vatnsmylla|vatnsmyllur]] í Luton, sem nýttu straum árinnar Leu. Í upphafi þrettándu aldar kom Luton óbeint við sögu ensku hirðarinnar þegar [[Jóhann landlausi]] veitti einum manna sinna, ''Sir Fawkes de Breauté'', staðinn sem óðal sitt. Sir Fawkes de Breauté, sem var hermaður af [[Normannar|Normannaættum]], var áberandi persóna í væringum þessara ára. Setur hans í Lundúnum var nefnt ''Fawkes Hall'', sem afbakaðist með tímanum í ''Vauxhall''. Þar sem einkennistákn Sir Fawkes var mynd af goðsagnaverunni [[griffín|griffíni]], myndaðist þar í fyrsta sinn tenging milli Luton og Vauxhall annars vegar en griffíns hins vegar.
 
Um 1240 er nafn bæjarins ritað ''Leueton'' í heimildum og var þar haldinn [[markaður]] á hverju sumri fyrir sveitirnar umhverfis. Eldsvoði lagði bæinn að mestu í rúst árið 1336, en hann var skjótt byggður upp á nýjan leik.
 
Á sextándu öld hófst umfangsmikil múrsteinaframleiðsla í og umhverfis Luton. Í kjölfarið urðu múrsteinar helsta byggingarefni bæjarbúa. Öld síðar urðu bæjarbúar kunnir fyrir hattagerð og þá einkum framleiðslu á vinsælum stráhöttum. Hattagerðin varð langveigamesti iðnaður bæjarins. Hattar eru enn í dag gerðir í Luton, en þó í mun minni mæli en áður.
 
{{stubbur}}
[[Flokkur:Borgir á Englandi]]