Munur á milli breytinga „Luton“

1.215 bætum bætt við ,  fyrir 2 árum
ekkert breytingarágrip
(lagfæring)
 
'''Luton''' er [[borg]] í [[Bedfordshire|Bedford-skíri]] í [[England|Englandi]], 50 kílómetrum norðvestur af [[London|Lundúnum]]. [[Luton-flugvöllur]] er innan bæjarmarkanna, en hann er einn stærsti og mikilvægasti [[flugvöllur|flugvöllurinn]] sem þjónar höfuðborginni. Bærinn var um áratugaskeið mikilvæg miðstöð bifreiðaiðnaðarins í [[Bretland|Bretlandi]]. Fyrr á árum var þar einnig umfangsmikil stráhattagerð og eru íbúar borgarinnar enn í dag stundum kallaðir ''„hattarar“''. Íbúar er tæplega 220 þúsund talsins.
 
==Saga==
===Forsaga===
Elstu mannvistarleifar á svæðinu í og umhverfis Luton eru 250 þúsund ára gamlar. Eftir því sem ísaldarjökullinn hopaði við byrjun síðasta [[hlýskeið|hlýskeiðs]] hófst mannabyggð að nýju á svæðinu um 8 þúsund árum fyrir Krist. Allnokkuð er um minjar frá [[nýsteinöld]] (um 4.500-2.500 f.Kr.) Einkum er þar um að ræða grafreiti steinaldarmanna, sem veita vísbendingar um talsverða búsetu en þó án þéttbýliskjarna.
 
Fyrsti eiginlegi bærinn var ''Durocobrivis'' (í dag ''Dunstable'') á tímum [[Rómaveldi|Rómverja]], en undir þeirra stjórn var Luton-svæðið þó að mestu strjálbýlt landbúnaðarsvæði.
 
Talið er að bæjarmyndun í Luton hafi byrjað á 6. öld, þegar [[Saxar]] reistu þar varðstöð við ánna Leu. Vinsæl en þó ekki óumdeild kenning um uppruna [[örnefni|örnefnisins]] Luton er að það sé afbökun af ''Lea-tun'' eða ''bær við Leu''. Önnur tilgáta er sú að nafnið vísi í [[Keltar|keltneska]] guðinn ''Lugh''. Í [[Dómsdagsbókin|Dómsdagsbókinni]], kunnri enskri jarðabók frá elleftu öld, er þorpið kallað nöfnunum ''Loitone'' og ''Lintone'', en íbúarnir sagðir 7-800 talsins.
 
 
 
{{stubbur}}
Óskráður notandi