„Robert Lewandowski“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
viðbót
Lína 29:
Lewandowski hóf atvinnuferil sinn árið 2006 með Znicz Pruszków þar sem hann var markahæstur í 2. og 3. deildunum. Árið 2008 fór hann til efstudeildarliðsins [[Lech Poznań]] og vann með þeim deildina ([[Ekstraklasa]]) tímabilið 2009–10. Síðan hélt hann til Þýskalands og spilaði með [[Borussia Dortmund]] frá 2010-2014. Hann vann tvo [[Bundesliga]]-titla með félaginu og varð markahæstur eitt tímabil.
 
Frá 2014 hefur hann verið með [[Bayern München]]. Þar hefur hann blómstrað og unnið fjóra deildartitla og bikartitil. Haustið 2015 skoraði Lewandowski 5 mörk á 9 mínútum í leik gegn [[VfL Wolfsburg]] þar sem hann kom inn á sem varamaður. Á tímabilinu 2016-2017 skoraði hann 30 mörk; var markahæstur í deildinni og var valinn leikmaður tímabilsins í Bundesliga. Tímabilið 2017-2018 varð hann markahæstur í Bundesliga og var það í þriðja skipti sem hann hlaut þann heiður.
 
Lewandowski hefur spilað með landsliði Póllands frá 2008. Hann hefur verið valinn pólskur leikmaður ársins í sjö ár í röð; frá 2011-2017.