„Listi yfir aflagða vegi á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Uppfærslur
mEkkert breytingarágrip
(Uppfærslur)
 
Þessum '''lista yfir aflagða vegi á Íslandi''' er ætlað að taka saman flesta þá markverðu vegakafla sem hafa áður tilheyrt vegakerfinu en eru nú aflagðir. Listanum er raðað í öfugri tímaröð eftir því hvenær kaflarnir voru aflagðir.
*[[Oddsskarð]]: Veginum var lokað árið 2017 með tilkomu [[Norðfjarðargöng|Norðfjarðarganga]] milli [[Eskifjörður|Eskifjarðar]] og [[Norðfjörður|Norðfjarðar]]. Vegurinn upp í Oddsskarð Eskifjarðarmegin er þó enn opinn vegna skíðasvæðis [[Fjarðabyggð]]ar.
*[[Suðurfjarðavegur]]:
*[[Óshlíð]]: Veginum var lokað árið 2010 með tilkomu [[Bolungarvíkurgöng|Bolungarvíkurganga]] milli [[Hnífsdalur|Hnífsdals]] og [[Bolungarvík]]ur og er nú aðeins fær hjólandi og gangandi vegfarendum.
*[[Öxarfjarðarheiði]]: Veginum var lokað árið 2010 með tilkomu vegar yfir [[Hólaheiði]] og [[Hófaskarð]] á [[Melrakkaslétta|Melrakkasléttu]].
*[[Selvogsheiði]]: Veginum var lokað árið 2009 með tilkomu nýs [[Suðurstrandarvegur|Suðurstrandarvegar]] milli [[Þorlákshöfn|Þorlákshafnar]] og [[Selvogur|Selvogs]].
*[[Tröllatunguheiði]]: Veginum var lokað árið 2009 með tilkomu vegar um [[Arnkötludalur|Arnkötludal]] og [[Þröskuldar|Þröskulda]] milli [[Reykhólasveit]]ar og [[Steingrímsfjörður|Steingrímsfjarðar]].
*[[Eyrarfjall]]: Veginum var lokað árið 2008 með tilkomu endurbætts vegar með ströndinni og brúar yfir [[Mjóifjörður (Ísafjarðardjúpi)|Mjóafjörð]].
*[[Grjótháls (Borgarfirði)|Grjótháls]]: Veginum var lokað árið 2008 þegar hann var aflagður sem þjóðvegur.
*[[Almannaskarð]]: Veginum var lokað árið 2005 með tilkomu [[Almannaskarðsgöng|Almannaskarðsganga]]. Enn er þó fært upp í skarðið að norðanverðu að útsýnisstað við hápunkt skarðsins. Brekkunni niður í [[Skarðsfjörður|Skarðsfjörð]], sem áður var brattasta brekkan á [[Þjóðvegur 1|Hringveginum]] með 16,5% halla, hefur hinsvegar verið lokað.
*[[Kerlingarskarð]]: Veginum var lokað árið 2001 með tilkomu [[Vatnaleið]]ar sem liggur talsvert lægra í landinu.
259

breytingar