Munur á milli breytinga „Hrappseyjarprentsmiðja“

 
 
==Útgáfan==
Frá Hrappseyjarprentsmiðju komu bækur af ýmsu tagi, svo sem [[Alþingisbækur Íslands]], fræðslurit ýmiss konar, sum skrifuð af Magnúsi, sem var einn helsti frumkvöðull [[upplýsingin á Íslandi|upplýsingarstefnunnar]] á Íslandi, [[Atli (ritverk)|Atli]] eftir [[Björn Halldórsson]] í [[Sauðlauksdalur|Sauðlauksdal]], ''[[Búnaðarbálkur (Eggert Ólafsson)|Búnaðarbálkur]]'' [[Eggert Ólafsson|Eggerts Ólafssonar]], kvæðabækur og fleira. [[Jón Þorláksson á Bægisá|Jón Þorláksson]], síðar prestur á Bægisá, vann um tíma við prentsmiðjuna og gaf út bækur sínar þar. Fyrsta íslenska tímaritið, ''[[Islandske Maanedstidender]]'', var líka gefið út í Hrappsey á árunum 1773-1776. Var það á dönsku og gefið út sem umbun til þeirra dönsku styrktarmannanna sem hjálpuðu til við stofnun og rekstur prentsmiðjunnar. Guðmundur Ólafsson, náfrændi og uppeldisbróðir Boga úr Breiðafjarðareyjum, starfaði einnig við prentsmiðjuna en hann skrifaði upp mikið af fornum ritum til útgáfu. Afi þeirra Boga, Bjarni Bjarnason var annálaritari og lögréttumaður í Langey, átti gamalt og merkilegt handrit sem síðar komst í hendur Árna Magnússonar handritasafnara. „Auðugur, skýr og margfróður. Talaði nokkur erlend tungumál“, segir í Dalamönnum en mæður þeirra Ólafs og Boga voru systur, fæddar með árs millibili.<ref>Heimildir: Stríðshjálp 1681, 1703, ÍÆ.I.130/158, Lrm., Esp.4511, Æ.A-Hún.54, DI. I, Dalamenn, Sýsl.II.48</ref>
 
==Endalokin==
66

breytingar