„Suður-Íshaf“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Southern Ocean.png|thumb|right|Suður-Íshaf]]
'''Suður-Íshaf''' (stundum kallað '''Suðurhaf''') er [[haf]]ið sem umlykur [[Suðurskautslandið]]. Mörk þess eru ákveðin af [[Alþjóða sjómælingastofnuninAlþjóðasjómælingastofnunin]]ni við 60. [[breiddargráða|breiddargráðu]] suður. Áður var talað um að Atlantshaf, Indlandshaf og Kyrrahaf næðu að strönd Suðurskautslandsins. Samkvæmt þessari skilgreiningu er það það næstminnsta af fimm [[úthaf|úthöfum]] jarðar. Þar blandast kaldur íshafssjór við hlýrri sjó frá kaldtempruðum nærsvæðum Suðurskautslandsins.
 
Með könnunarleiðöngrum sínum á [[1771-1780|8. áratug]] 18. aldar sannað [[James Cook]] að samfellt hafsvæði væri umhverfis jörðina á suðlægum breiddargráðum. Síðan þá hafa kortagerðarmenn deilt um tilvist og umfang Suður-Íshafsins. Sumir vilja skilgreina það sem hluta af Atlantshafi, Indlandshafi og Kyrrahafi, sem þá næðu að strönd Suðurskautslandsins. [[Alþjóðasjómælingastofnunin]] hefur bent á að nýlegar rannsóknir sýni fram á mikilvægi hringrásar hafsins í suðri og að rétt sé að miða mörk Suður-Íshafsins við norðurmörk þeirrar hringrásar. Stofnunin hefur ekki formlega tekið upp þá stefnu sem fólst í endurskoðun skilgreininga hennar frá 2000 að mörkin skyldi miða við 60. breiddargráðu. Aðrir vilja miða við breytileg mörk [[Suður-Íshafssamruninn|Suður-Íshafssamrunans]].
 
{{commonscat|Southern Ocean|Suður-Íshafi}}