„Jarfi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
lagfæring og viðbót
Lína 22:
| range_map_caption = Útbreiðsla jarfa
}}
'''Jarfi''' (eða '''fjallfress''') ([[fræðiheiti]]: ''Gulo gulo'') er stærsta landdýrið af [[marðarætt]]. Jarfi verður allt að 23 kíló að þyngd og getur unnið á stórum dýrum, og til eru dæmi þess að hann hafi ráðist á veikburða [[elgur|elg]], en það er þó talið sjaldgæft. Jarfann er að finna allt frá norðanverðri [[Skandinavía|Skandinavíu]], og á stórum svæðum í [[Síbería|Síberíu]] og sömuleiðis í norðanverðri [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] ([[Kanada]] og [[Alaska]]) og allt suður til [[Washingtonfylki]]s og [[Oregon]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. Jarfar hafa einnig fundist svo sunnarlega sem í [[Snæfjöll]]um (''Sierra Nevada'') í [[Kalifornía|Kaliforníu]]. Undirtegundir eru yfirleitt taldar tvær, evrasíutegundin ''Gulo gulo gulo'' og ameríkutegundin '' Gulo gulo luscus''.
 
Í einni af [[Fornaldarsögur Norðurlanda|Fornaldarsögum Norðurlanda]] (''[[Egils saga einhenda og Ásmundar berserkjabana|Egils sögu einhenda og Ásmundar Berserkjabana]]'') er talað um ''hjasa'' og sumar skýringar telja að þar sé átt við jarfann. Það er þó alveg ósannað. Kaflinn er þannig:
 
==Lýsing==
{{Tilvitnun2|Nú sem þær búast heim úr skóginum, kemur eitt mikið dýr, það er hjasi heitir, fram að þeim. Það var mikið vexti og grimmt. Það á lengstan aldur af dýrum, og er það fornmæli, að sá, sem gamall er, sé aldraður sem einn hjasi. Það er skapt sem glatúnshundur og hefir eyru svo stór, að þau nema jörð.|Egils saga einhenda og Ásmundar berserkjabana}}
Jarfi verður allt að frá 5-26 kíló að þyngd og stærð er á við meðalhund. Hann er með stutta fætur, klær hans eru stórar og gerir honum kleift að klífa tré og kletta. Feldurinn er þykkur og fitukenndur; sem gerir hann einangrandi fyrir frosti. Eins og önnur dýr af marðarætt er hann með kirtla við endaþarm sem gefa frá sér sterka lykt.
 
Jarfar eru aðallega hræætur og geta unnið á stórum dýrum, til eru dæmi þess að hann hafi ráðist á veikburða [[elgur|elg]], en það er þó talið sjaldgæft. Þeir ráðast einnig á smærri dýr eins og nagdýr. Jarfar eiga það til að safna mat þegar nóg er af fæðu. Lífslíkur jarfa eru í kringum 8-10 ár en þeir verða eldri ef þeir eru í haldi. Sum karldýr eru árangursrík í leit sinni að maka meðan önnur eru það ekki. Karldýrin makast við nokkur kvendýr um lífsskeiðið. Mökunartíminn er á sumrin.
Hér mætti þó nefna að jarfinn hefur lítil eyru, en einnig það að jarfinn nefnist ''glotón'' á [[spænska|spænsku]].
 
==Heimild==
{{commonscat|Wolverine}}
* {{wpheimild|tungumál= en|titill= Wolverine|mánuðurskoðað= 14. maí.|árskoðað= 2018 }}
 
== Neðanmálsgreinar ==