„Húgó Kapet“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 18:
| börn = Gisèle, Edwige, [[Róbert 2. Frakkakonungur|Róbert]], Adélaïde
}}
'''Húgó Kapet''' ('''''Hugues Capet''''' á frönsku) var [[Frankar|frankneskur]] konungur af ætt [[Róbertungar|Róbertunga]] sem stofnaði [[Kapetingar|Kapet-konungsættina]] sem réð yfir [[Frakkland]]i frá 10. öld til 19. aldar. Hann fæddist á árabilinu [[939]]-[[941]], líklega í [[Dourdan]]<ref>Monique Depraetère-Dargery (dir.), ''L’Île-de-France médiévale'', t. 2, ''L'amour de Dieu - La vie de château - Images de la ville'', 2001 : « Dourdan. La ville natale supposée d'Hugues Capet […] » Son père Hugues le Grand est mort au château de Dourdan le 16 juin 956.</ref> og dó þann 24. október 996, líklega í kastalanum ''Les Juifs'' nærri [[Prasville]].<ref>''Obituaires de Sens'', Tome I.1, Abbaye de Saint-Denis, bls. 329. [http://fmg.ac/Projects/MedLands/CAPET.htm#_Toc154137000].</ref> Hann hafði verið hertogi Franka árin 960-987 og var síðan konungur [[Frankaveldi|Frankaríkisins]] árin 987-996. Húgó var sonur [[Húgó mikli|Húgós mikla]] og konu hans, [[Hedvig af Saxlandi]]. Hann var af ætt Róbertunga, voldugri aðalsætt sem kepptist við [[Karlungar|Karlunga]] og aðrar aðalsættir um völd í Frankaríkinu á níundu og tíundu öld. Í gegnum föðurömmu sína gat hann einnig rekið ættir til Karlungsins [[Bernharður af Ítalíu|Bernharðs af Ítalíu]], sonarsonar [[Karlamagnús]]ar. Húgó Kapet var fyrsti konungur Franka sem talaði [[Franska|frönsku]] fremur en [[Þýska|þýsku]].<ref>''Les langues d'Europe : le français au cœur des langues d'Europe : l'espéranto au cœur des langues d'Europe'', Raymond Guéguen, Edilivre, 2007, 186 bls., bls. 47.</ref>.
 
Í lok 10. aldar hófst efnahags- og samfélagsbylting sem náði hápunkti í kringum árið 1100. Efnahagurinn var fyrir áhrifum af framförum í landbúnaðartækni og af upptöku staðlaðrar myntar á fyrstu valdaárum Karlungaættarinnar. Á sama tíma hafði innrásum lokið og stríð milli stakra frankneskra aðalsmanna hafði leitt til byggingar fyrstu kastalanna í einkaeign þar sem bændur gátu leitað skjóls á ófriðartímum. Nýja valdastéttin, [[Riddari|riddararnir]], byrjuðu að keppast um völd við gömlu aðalsstéttir Karlunganna. Til þess að tryggja eigin hagsmuni byrjuðu klerkar og aðalsmenn að styðja svokallaðan Guðsfrið (''Paix de Dieu'') til að stýra beitingu ofbeldis í Frankaríkinu. Í þessu umhverfi tókst Húgó Kapet að reisa Kapet-konungsættina.