„Pjotr Stolypín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 35:
Pjotr Stolypin stundaði nám í landbúnaðarfræðum í Sankti Pétursborg, þar sem [[Dmitri Mendelejev]] var einn af kennurum hans.<ref>Bok, M.P. (1953). ''Vospominaniya o moem otse P.A. Stolypina''. New York: Chekhov publishers.</ref><ref name=austri>{{Cite news |title=Utan úr heimi: Rússland |date=7. október 1911 |accessdate=8. maí 2018|publisher=''[[Austri (tímarit)|Austri]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2217818}}</ref> Hann hóf ríkisstjórnarferil sinn í innanríkisráðuneytinu og síðar í landbúnaðarráðuneytinu. Hann varð landstjóri Grodno í maí árið 1902 og landstjóri Saratov í febrúar 1903. Stolypin gat sér orðstír sem eini landstjórinn sem tókst að hafa stjórn á fólki ríkis síns í [[Rússneska byltingin 1905|byltingunni árið 1905]]. Stolypin varð innanríkisráðherra í apríl árið 1906 og síðan forsætisráðherra 21. júlí. Stolypin gegndi þaðan af báðum ráðherraembættunum samtímis og var því voldugri en algengt var meðal stjórnmálamanna í rússneska keisaradæminu.
 
===Ráðherratíð===
Stolypin leysti upp [[rússneska þingið]] þann 8. júní 1907 og breytti reglugerðum þess til að auðvelda sér að fá samþykki fyrir lagafrumvörpum sínum.<ref>Orlando Figes, A People's Tragedy. The Russian Revolution 1891-1924, p. 225</ref><ref name=Oxley>{{cite book |last= Oxley |first= Peter|title= Russia, 1855 - 1991: from tsars to commissars |publisher= [[Oxford University Press]] |year= 2001}}</ref> Breytingarnar, eða „valdarán“ Stolypins, drógu úr atkvæðavægi rússnesku lágstéttanna og gerðu róttækum stjórnmálahópum erfiðara fyrir að komast á þing.
 
Lína 41 ⟶ 42:
Rússneskir byltingarsinnar hötuðust við Stolypin og reyndu margsinnis að koma honum fyrir kattarnef. Árið 1906 sprakk sprengja við sumarbústað Stolypins og um 28 manns létu lífið.<ref name=austri/> Stolypin komst lífs af en dóttir hans missti báða fæturna í tilræðinu og sonur hans slasaðist alvarlega.<ref name=austri/><ref name=vestri>{{Cite news |title=Frjettir frá útlöndum: Rússland |date=6. október 1906 |accessdate=8. maí 2018|publisher=''[[Vestri (tímarit)|Vestri]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2336458}}</ref> Stolypin brást við árásum byltingarmanna með því að stofna nýtt réttarkerfi með [[herlög]]um sem leyfðu ríkisstjórninni að handtaka og rétta skjótt yfir meintum byltingarmönnum. Um 3.000 til 5.500 manns voru sakfelldir og teknir af lífi af þessum sérstöku dómstólum frá 1906 til 1909. Á þingfundi þann 17. nóvember 1907 kallaði þingmaður Kadet-flokksins, Fedor Roditsjev, [[Henging|gálgann]] „hið fljótvirka mánudagsbindi Stolypins“. Stolypin brást við með því að skora á Roditsjev í [[einvígi]] en þingmaðurinn ákvað að biðjast afsökunar frekar en að berjast við Stolypin.
 
===Morðið á Stolypin===
Stolypin var loks myrtur árið 1911. Hann var staddur ásamt Nikulási keisara í [[Kænugarður|Kænugarði]] við afhjúpun á minnisvarða til heiðurs [[Alexander 2. Rússakeisari|Alexander 2. Rússakeisara]].<ref name=austri/><ref name=ísafold>{{Cite news |title=Banatilræði við Stolypin, yfirráðherrann rússneska |date=30. september 1911 |accessdate=8. maí 2018|publisher=''[[Ísafold (1874)|Ísafold]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3950075}}</ref> Stolypin og keisarinn voru viðstaddir leiksýningu í óperuhúsi borgarinnar þann 14. september þegar Dmítrí Bogrov, rússneskur lögfræðingur í þjónustu leynilögreglu keisarans, gekk upp að Stolypin og skaut á hann tveimur skotum. Skotin hæfðu Stolypin í brjóstkassann og vinstri handlegginn. Stolypin lést fjórum dögum síðar.