„Grafhýsið í Halikarnassos“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Míteró (spjall | framlög)
Míteró (spjall | framlög)
Lína 9:
Hið gífurlega grafhýsi var byggt til að geyma lík Mausolosar en það var skýrt Mausoleion í höfuðið á honum og er orðið ‚mausoleum‘ notað í dag yfir mikil grafhýsi á nokkrum tungumálum. Það innihélt einnig konu hans og systur, Artemisiu, en það var hefð í Karíu fyrir því stjórnendur giftust systrum sínum. [[Grikkland hið forna|Forngrísku]] [[arkitekt]]arnir [[Satýros]] og [[Pýþíos]] voru fengnir til að hanna gröfina og fjórir frægir grískir myndhöggvarar, þ.á m. [[Skópas]], bættu við frísu eða skrautlínu um ytra borðið.
 
Hofið stóð í einar 16 aldir og var í góðu ástandi þangað til það skemmdist verulega í [[jarðskjálfti|jarðskjálfta]]. Árið [[1404]] var aðeins undirstaða hofsins þekkjanleg. Snemma á [[15. öld]] gerðu [[Riddarar St. Johns]] af [[Malta|Möltu]] árás á svæðið og smíðuðu gríðarstóran [[kastali|kastala]]. Árið [[[1494]] ákváðu þeir að styrkja hann og notuðu þá steinana úr Mausoleion. Um [[1522]] var næstum hver einasti steinn horfinn úr Mauseoleion.
 
Enn í dag er hægt að sjá kastalann sem var reistur í Bodrum og er hægt að koma auga á fægðu steinana og marmarablokkirnar úr Mausoleion í veggjum kastalans. Einnnig er hægt að sjá höggmyndir úr grafhýsinu sem stóðust tímans tönn og eru til sýnis á [[British Museum]]. Svo er enn til byggingarlóð sjálfs Mausoleions, þar sem aðeins undirstaðan ein er enn til staðar.