„Femínismi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 45.76.130.250 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 130.208.182.221
Lína 15:
 
Aðalpunkturinn hér er því að ná jafnrétti með því að hífa náttúrulega eiginleika konunnar upp á sama stall eiginleika karla. Þær vekja athygli á kynjamuninum því að þær vilja halda honum. Mikil áhersla er hér á móðurhlutverkið.
 
=== Áhersla á að konur og karlar séu eins ===
Þetta sjónarmið femínsimans gengur út á að konur og karlar séu í grundvallaratriðum eins, fyrir utan hinn augljósa líffræðilega mun. Þessi munur er álitinn lítilvægur. Hér er litið svo á að sá munur sem að er á kynjunum í samfélaginu sé félagslega skapaður og þar með menningarbundinn. Áherslan hér er því á umhverfið í stað líffræðinnar. Kynin eiga því að njóta sömu tækifæra í lífinu og vera jöfn á öllum stigum samfélagsins. Hér er þess vegna ekki tekið tillit til sameiginlegrar reynslu kvenna.
 
Femínismahreyfingar sem byggja á því sjónarmiði að konur og karlar séu eins eru ríkjandi í dag. Hins vegar byggði til dæmis [[Kvennalistinn]] á Íslandi á sjónarmiðinu um líffræðilegan mun kynjanna þegar hann var og hét.
 
== Saga femínismans erlendis og á Íslandi ==
Barátta gegn kynbundnu óréttlæti á sér líklega eins langa sögu og kynbundna óréttlætið sjálft. Femínísk kvenréttindabarátta er þó yfirleitt álitin hefjast á [[19. öld]] og miðað við þrjár „bylgjur“ femínismans:
 
=== Fyrsta bylgjan ===
Fyrsta bylgjan miðar við nítjándu öld og fyrstu ár eða áratugi þeirrar [[20. öld|tuttugustu]]. Hún hófst með baráttu gegn nauðungarhjónaböndum, að eiginkonan (og börnin) væri skoðuð sem eign eiginmannsins og þróaðist yfir í baráttu fyrir kosningarétti, jöfnum erfðarétti og öðrum pólitískum réttindum. Á Vesturlöndum skilaði þessi bylgja miklum framförum og er nærtækt að nefna kosningaréttinn og önnur lagaleg réttindi í því samhengi.
 
==== Fyrsta bylgjan á Íslandi ====
Seint á 19. öld var [[Bríet Bjarnhéðinsdóttir]] áberandi sem leiðtogi íslenskrar kvenréttindabaráttu. Undir hennar forystu efndu konur til kvennaframboða og náðu góðum árangri í sveitarstjórnarkosningum í [[Reykjavík]]. Um sama leyti var [[Kvenréttindafélag Íslands]] stofnað. Jafnframt því að brjótast til réttinda í stjórnmálum gerðu konur sig gildandi í líknarstarfi og þótt það teljist ekki beint til réttindabaráttu hefur það líklega aukið veg þeirra félagslega. Fyrsta konan sem komst á [[Alþingi]] var [[Ingibjörg H. Bjarnason]] árið [[1922]]. [[Auður Auðuns]] lauk fyrst íslenskra kvenna lögfræðinámi á Íslandi árið [[1929]] og sat fyrst íslenskra kvenna sem [[borgarstjóri Reykjavíkur]] árið [[1959]] - [[1960]] ásamt Geir Hallgrímssyni.
 
=== Önnur bylgjan ===
Önnur bylgja femínismans hófst á fyrri hluta [[1961-1970|sjöunda áratugarins]] og varði frameftir [[1981-1990|níunda áratugnum]]. Hún hélst mjög í hendur við almenna pólitíska vakningu meðal ungs fólks, bæði [[vinstriróttækni]] og hugsjónir [[Hippatíminn|hippanna]]. Á þessum árum urðu margar undirtegundir femínismans til í andstöðu við frjálslynda, borgaralega femínismann.
 
==== Önnur bylgjan á Íslandi ====
Á Íslandi eru mest áberandi einkenni annarrar bylgjunnar líklega annars vegar [[Rauðsokkahreyfingin]] á [[1971-1980|8. áratugnum]], sem gekk hart fram í margvíslegri gagnrýni á ríkjandi viðhorf karlaveldisins og hins vegar [[Kvennalistinn]] á 9. áratugnum, sem bauð fram í kosningum, náði nokkrum konum á þing og setti um leið þrýsting á aðra flokka að fjölga konum á sínum framboðslistum. Árangurinn varð sá að auka mjög vægi kvenna í stjórnmálum miðað við það sem áður var. [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] sat sem þingkona Kvennalistans 1991-94.
 
=== Þriðja bylgjan ===
Þriðja bylgja femínismans hófst á [[1991-2000|tíunda áratugnum]] og stendur enn yfir. Hún reis sem eins konar svar við því sem annarri bylgjunni hafði ekki tekist. Í henni ríkir andúð á eðlishyggju, hún er fjölmenningarlegri en fyrri bylgjurnar tvær, beinir kastljósi sínu meira að kynferðisofbeldi, mansali og staðalmyndum og er borgaralegri en rauðsokkuhreyfingin á sjöunda áratugnum.
 
==== Þriðja bylgjan á Íslandi ====
Á Íslandi er [[Femínistafélag Íslands]] líklega það þekktasta við þriðju bylgjuna. Það hefur aftur tekið femínisma á dagskrá í umræðunni, bæði með hefðbundnum og óhefðbundnum aðferðum, barist gegn [[vændi]], [[klám]]i, [[mansal]]i, [[útlitsdýrkun]] og fleiru sem femínistar álíta einkenni karlaveldis eða kvennakúgunar. Þá hefur barátta gegn [[Kynbundinn launamunur|kynbundnum launamun]] verið ofarlega á baugi, og hafa [[Stéttarfélag|stéttarfélögin]] tekið þátt í henni. Þessu tengist líka að [[Háskóli Íslands]] hóf kennslu í [[kynjafræði]].
 
== Undirtegundir femínisma ==