„Arsenal F.C.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
uppfæri
Ekkert breytingarágrip
Lína 58:
Sala á leikmönnum var óumflýjanleg því skuldir félagsins voru háar. Ekki hefur það verið til þess að styrkja liðið og árið [[1912]] gerðist svo hið umflýjanlega, Arsenal féll í aðra deild eftir að lenda í neðsta sæti 1. deildar. Norris brást skjótt við og leitaði nú um allt að stað fyrir nýjan leikvang fyrir félagið. Norris hafði augastað á svæði í norðurhluta London þar sem [[Highbury]] reis svo síðar. Deildarstjórnin tók líka skýrt fram að norður-London væri nægilega stórt svæði fyrir tvö lið, Tottenham og Arsenal. Fyrsti leikurinn á Highbury var spilaður í apríl [[1913]]. Leicester Fosse voru lagðir að velli 2-1. Þá hafði Norris breytt nafninu og nú hét liðið '''Arsenal'''. Segja má að Norrris hafi tekið fyrstu skrefin í þá átt að gera Arsenal að því stórveldi sem það var á árunum eftir stríð.
 
Árið 1919 spilaði hann svo loks út stærsta trompinu. Stjórn deildarinnar hafði ákveðið að fjölga um tvö lið í efstu deild. Norris sá að ef Arsenal ætti að lifa af þá yrðu þeir að fá þennan séns. Norris sem nú var kominn með aðalstign og átti sæti á þinginu notaði öll sín áhrif til þess að koma Arsenal á framfæri. Hann benti mönnum á að Arsenal hafði lengi spilað í efstu deild og fannst því að þeir ættu sætið skilið. Það kom svo á daginn að Derby og Preston, tvö efstu lið 2.deildar fengu sitt sæti ásamt [[Chelsea F.C.]] og þá var komið að því. Hvort yrði það Arsenal eða Tottenham sem hlyti aukasætið? Norris hafði áunnið sér stuðning forseta deildarkeppninnar og hann flutti snjalla ræðu sem varð til þess að Arsenal hreppti hnossið. En lífið brosti ekki við Arsenal. Norris reyndi allt sem hann gat en bág fjárhagsstaða og slakur árangur gerðu illt verra. Takmark Norris um að gera Arsenal að stærsta liði Englands hafði ekki tekist og hann ákvað að segja af sér. Hann auglýsti eftir nýjum framkvæmdarstjóra og sagði svo af sér. En hugsjónir hans höfðu orðið stjórnarmönnum í Arsenal hvatning til að gera betur og næstu ár skyldu verða ár uppbyggingar.
 
[[Flokkur:Ensk knattspyrnufélög]]