„Þriðja franska lýðveldið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 41:
'''Þriðja franska lýðveldið''' (''La Troisième République'' á [[Franska|frönsku]]) var stjórnarfyrirkomulag [[Frakkland|Frakklands]] frá 1870, þegar [[Síðara franska keisaradæmið|síðara franska keisaradæmið]] leið undir lok, til ársins 1940, þegar Frakkland beið ósigur gegn [[Þriðja ríkið|Þýskalandi nasismans]] og [[Vichy-stjórnin]] var stofnuð í Frakklandi.
 
Fyrstu ár þriðja lýðveldisins einkenndust af stjórnmálaóreiðu vegna [[Fransk-prússneska stríðið|fransk-prússneska stríðsins]] árin 1870–71, sem lýðveldið háði áfram eftir að [[Napóleon III]] keisara var steypt af stóli. [[Prússland|Prússar]] tóku harkalega á Frökkum eftir stríðið og höfðu af þeim héröðin Alsace og Lorraine. Auk þess urðu fyrstu valdsmenn lýðveldisins að kljást við samfélagsóeirðir og að sigra [[Parísarkommúnan|Parísarkommúnuna]]. Fyrstu ríkisstjórnir lýðveldisins höfðu hug á að endurreisa [[franska konungdæmið]] en ágreiningur um það hvernig staðið yrði að slíkri endurreisn og um það hver skyldi settur á konungsstól leiddu til þess að slíkum áætlunum var frestað. Þannig varð þriðja lýðveldið, sem átti í upphafi aðeins að vera bráðabirgðastjórn, varanlegt stjórnskipulag Frakklands.
 
Stjórnarskipulag þriðja lýðveldisins var lögfest með stjórnarskrárlögum árið 1875. Það samanstóð af tveimur þingdeildum sem fóru með [[löggjafarvald]] og [[Forseti Frakklands|forseta]] sem gerðist þjóðhöfðingi. Ágreiningur um endurreisn konungdæmisins settu svip sinn á embættistíðir fyrstu tveggja forsetanna, [[Adolphe Thiers]] og [[Patrice de Mac Mahon]], en aukinn stuðningur við lýðveldisstjórn meðal Frakka og embættistíðir margra lýðveldissinna á forsetastól á níunda áratugnum gerði brátt út af við allar áætlanir um endurreist franskt konungdæmi.