„Friðrik Vilhjálmur 4. Prússakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 26:
 
===Valdaár===
Friðrik Vilhjálmur 4. varð konungur Prússlands árið 1840. Fyrstu ríkisár hans einkenndust af sáttagerðum og [[FrjálshyggjaFrjálslyndi|frjálshyggjufrjálslyndi]]: Hann náðaði þá sem höfðu verið dæmdir fyrir [[landráð]], frelsaði kaþólska erkibiskupa úr fangelsi og víkkaði fjölmiðlafrelsi. Hann hafnaði hins vegar beiðni prússnesku ríkjanna um nýja stjórnarskrá árið 1847 og reyndi í kjölfarið að miðla málum með frjálslyndisöflunum í stjórnarandstöðu með því að kalla saman ríkisþing. Þingið hafði rétt til að setja skatta og fá lán en hins vegar mátti það ekki koma saman reglulega heldur aðeins að þóknun konungsins.
 
Ónægja með konunginn hélt áfram að aukast og þann 18. mars hófst uppreisn í Berlín. Þótt herinn hefði getað bundið enda á uppreisnina ákvað Friðrik Vilhjálmur að koma til móts við uppreisnarmennina með því stofna raunverulegt ríkisþing og setja stjórnarskrá. Hann sá hins vegar fljótt eftir þessu og leysti upp þingið með hjálp hersins strax næsta desember. Friðrik Vilhjálmur útbjó síðan nýja stjórnarskrá sem tók gildi árið 1850.