„Friðrik Vilhjálmur 4. Prússakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: {{konungur | titill = Konungur Prússlands | ætt = Hohenzollern-ætt | skjaldarmerki = Wappen Deutsches Reich - Königreich Preussen (Grosses).png | nafn = Friðrik Vilhjálmur 4...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 18:
| titill_maka = Keisaraynja
}}
'''Friðrik Vilhjálmur 4.''' (''Friedrich Wilhelm IV.'' á þýsku; 15. október 1795 – 15. október 1861) var konungur [[Prússland]]s frá 1840 til 1861. Hann var sonur [[Friðrik Vilhjálmur 3. Prússakonungur|Friðriks Vilhjáms 3.]] og bróðir [[Vilhjálmur 1. Þýskalandskeisari|Vilhjálms 1.]] Þýskalandskeisara. Friðrik Vilhjálmur var einnig kallaður „rómantíkurmaðurinn í hásætinu“ og er helst minnst fyrir fjölmargar byggingar sem hann lét reisa í [[Berlín]] og í [[Potsdam]], og fyrir að ljúka byggingu gotnesku [[Dómkirkjan í Potsdam|dómkirkjunnar í Potsdam]]. Hann var íhaldsmaður og hafnaði árið 1849 tilboðo frá Frankfurt-þinginu um að gerast keisari Þýskaland þar sem hann taldi þingið ekki eiga rétt á því að veita þann titil. Árið 1857 fékk hann heilablóðfall og var lamaður til dauðadags.
 
==Æviágrip==
Lína 25:
Þann 23. nóvember árið 1823 giftist Friðrik Vilhjálmur Elísabet Lúdóvíku af Bæjaralandi. Hjónabandið var af pólitískum toga en sambúð þeirra var ekki farsæl þar sem Elísabet var [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólsk]] og vildi ekki skipta um trú. [[Friðrik Vilhjálmur 3. Prússakonungur]] vildi í fyrstu ekki samþykkja kaþólska krónprinsessu en syni hans tókst að telja honum hughvarf og fá hann til að samþykkja ráðahaginn. Elísabet tók upp [[mótmælendatrú]] árið 1830.
 
===Valdaár===
Friðrik Vilhjálmur 4. varð konungur Prússlands árið 1840. Fyrstu ríkisár hans einkenndust af sáttagerðum og [[Frjálshyggja|frjálshyggju]]: Hann náðaði þá sem höfðu verið dæmdir fyrir [[landráð]], frelsaði kaþólska erkibiskupa úr fangelsi og víkkaði fjölmiðlafrelsi. Hann hafnaði hins vegar beiðni prússnesku ríkjana um nýja stjórnarskrá árið 1847 og reyndi í kjölfarið að miðla málum með frjálslyndisöflunum í stjórnarandstöðu með því að kalla saman ríkisþing. Þingið hafði rétt til að setja skatta og fá lán en hins vegar mátti það ekki koma saman reglulega heldur aðeins að þóknun konungsins.