„Lev Trotskíj“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Trey314159 (spjall | framlög)
m fix homoglyphs: convert Latin characters in Броншт[é]йн to Cyrillic
Lína 1:
[[Mynd:Trotsky_Profile.jpg|thumb|right|Trotskíj]]
'''Lev Trotskíj''' ([[rússneska]]: {{Audio|ru-Leon Trotsky.ogg|Лeв Давидович Трóцкий}}, ''Ljev Davidovitsj Trotskíj'') upphaflega nefndur '''Ljev Davidovitsj Bronstein''' (rússneska: Лeв Давидович БронштéйнБронште́йн) ([[7. nóvember]] [[1879]] – [[21. ágúst]], [[1940]]), var [[Úkraína|úkraínskur]] [[bolsévismi|bolsévíki]], [[byltingarmaður]] og [[marxismi|marxískur]] kenningasmiður af [[gyðingar|gyðingaættum]]. Hann var áhrifamikill stjórnmálamaður á fyrstu árum [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]], fyrst sem utanríkisráðherra í sovésku ráðstjórninni og síðan sem stofnandi og herstjóri [[Rauði herinn|Rauða hersins]] og hermálaráðherra.
 
Eftir að hafa leitt hina misheppnuðu [[Vinstri andstaðan|Vinstri andstöðu]] við valdatöku [[Jósef Stalín|Stalíns]] og aukið [[skrifræði]] í Sovétríkjunum á [[1921-1930|3. áratugnum]] var hann rekinn úr [[Sovéski kommúnistaflokkurinn|sovéska kommúnistaflokknum]] og rekinn úr landi við upphaf [[Hreinsanirnar miklu|Hreinsananna miklu]]. Í útlegðinni reyndi hann að stjórna sósíalísku andófi gegn Sovétstjórninni, safnaði fylgismönnum (sem eru kenndir við hann og kallaðir [[Trotskíismi|trotskíistar]]) en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann var loks myrtur af útsendara Stalíns á heimili sínu, sem var í næsta nágreinni við heimili vinkonu hans og ástkonu, listakonunnar [[Frida Kahlo|Fridu Kahlo]], í [[Mexíkóborg]] árið [[1940]].