„Davíð konungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Stytta af Davíð konungi eftir [[Donatello. Undir fæti hans er höfuð Golíats.]] '''Davíð''' er í Hebreska biblían|heb...
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 2:
'''Davíð''' er í [[Hebreska biblían|hebresku biblíunni]] annar konungur [[Ísrael|Ísraelsríkis]].
 
Í sögunni sem sagt er frá í biblíunni er Davíð ungur [[fjárhirðir]] sem öðlast fyrst frægð sem hörpuleikari og síðan fyrir að sigra [[Filistar|filistínska]] risann [[Golíat]] með steinslöngvu[[Handslöngva|handslöngvu]] sinni. Sagan um Davíð og Golíat er víðfræg og táknræn fyrir lítilmagna sem vinnur bug á sterkari óvini. Davíð verður skjaldsveinn [[Sál konungur|Sáls konungs]] og náinn vinur sonar hans, [[Jónatan (sonur Sáls)|Jónatans]]. Sál snýst að endingu gegn Davíð af ótta við að hann hyggist ræna krúnu hans. Eftir að Sál og Jónatan láta lífið í orrustu er Davíð lýstur konungur Ísraels. Davíð hertekur síðan [[Jerúsalem]] og fer með [[Sáttmálsörkin|Sáttmálsörkina]] inn í borgina, þar sem hann reisir konungsríkið sem Sál hafði stofnað. Sem konungur kemur Davíð [[Úría Hetíti|Hetítanum Úría]] fyrir kattarnef til þess að geta haldið leyndu ástarsambandi sínu við konu hans, [[Batseba|Batsebu]]. Samkvæmt sömu sögu neitar Guð Davíð síðan um leyfi til að reisa honum musteri í Jerúsalem og sonur Davíðs, [[Absalom]], reynir að steypa honum af stóli. Davíð flýr frá Jerúsalem en snýr aftur eftir dauða Absaloms og gerist konungur Ísraels á ný. Áður en Davíð deyr velur hann son sinn, [[Salómon konungur|Salómon]], til að taka við krúnunni.
 
Í [[Spámannaritin|spámannaritum]] hebresku biblíunnar er Davíð gjarnan lýst sem hinum fullkomna konungi og sem forföður [[Messías]]ar.