„Alsír“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
fáar orðalagsbreytingar
Ekkert breytingarágrip
Lína 43:
'''Alsír''' er [[land]] í [[Norður-Afríka|Norður-Afríku]] og stærsta ríki [[Afríka|Afríku]]. Það á [[landamæri]] að [[Túnis]] í norðaustri, [[Líbía|Líbíu]] í austri, [[Níger]] í suðaustri, [[Malí]] og [[Máritanía|Máritaníu]] í suðvestri og [[Marokkó]] og [[Vestur-Sahara]] í vestri. Nafn landsins er dregið af nafni [[Algeirsborg]]ar og kemur úr [[arabíska|arabísku]] ''al-jazā’ir'' sem merkir „eyjarnar“ og á við fjórar eyjar sem lágu úti fyrir ströndum borgarlandsins þar til þær urðu hluti meginlandsins [[1525]].
 
== Saga Alsír ==
== Þjóðflokkaátök á 20. öld ==
 
=== Sjáfstæðisbarátta ===
 
=== Þjóðflokkaátök á 20. öld ===
Þjóðflokkur er hópur fólks sem býr á afmörkuðu landssvæði, talar sama tungumál og finnur fyrir sterkri, nánast þjóðernislegri, samkennd. Þjóðflokkur hefur sameiginlega sögu, menningu og hefðir og lítur því á sig sem ókljúfanlega einingu sem orðið hefur til fyrir mildi örlaganna. Þannig hafa þjóðflokkar, líkt og þjóðir, stofnunargoðsögn. Stofnunarmýta þjóðar eða þjóðflokks er hugmynd hópsins um það hvernig hann er til kominn og er þar talið til það sem hópurinn kýs að muna eftir en hinu sleppt sem gæti valdið sundrung. Í raun má segja að meginmunurinn á þjóð í nútímaskilningi og þjóðflokki séu (óumdeild) yfirráð yfir ákveðnu landsvæði og viðurkenning alþjóðasamfélagsins á því, það er að segja að hópurinn ráði yfir (þjóð)ríki.