„Skógrækt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Fullyrðing án heimilda tekin út
Lína 5:
 
== Saga skógræktar á Íslandi ==
Upphaf skipulagðrar skógræktar á Íslandi má rekja til FururlundsinsFurulundsins á Þingvöllum árið 1898. Þar voru Danir frumkvöðlar. Sama ár keypti ríkið tvo höfuðskóga Íslands, [[Hallormsstaðaskógur|Hallormsstaðaskóg]] og [[Vaglaskógur|Vaglaskóg]], til að forða þeim frá eyðingu. Með lögunum var [[Skógrækt ríkisins|Skógræktin]] stofnuð. Agner F. Kofoed-Hansen var ráðinn skógræktarstjóri fyrstur manna og tók hann til starfa 15. febrúar 1908.
 
Árið 1930 var ''Skógræktarfélag Íslands'' stofnað á Þingvöllum. Á næstu árum voru skógræktarfélög stofnuð víða um land. Árið 1933 kom [[Hákon Bjarnason]] heim frá skógfræðinámi í Danmörku og var ráðinn framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Hans fyrsta verk var að stofnsetja gróðrarstöðina í [[Fossvogur|Fossvogi]] sem var í rekstri á vegum Skógræktarfélags Íslands og síðan Skógræktarfélags Reykjavíkur í um 70 ár. Það sama ár barst til Íslands hálft kíló af [[lerki]]fræi frá Rússlandi. Því var sáð á Hallormsstað og plönturnar sem upp af fræinu uxu gróðursettar í Atlavíkurlund og Guttormslund 1937 og 1938. Árin 1937-1938 bárust einnig ungplöntur allmargra tegunda frá gróðrarstöðvum í Noregi. Mörgum þeirra var komið fyrir í nýrri gróðrarstöð Skógræktarinnar í Múlakoti í Fljótshlíð.