„Augustus FitzRoy, hertogi af Grafton“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: {{Forsætisráðherra | nafn = Hertoginn af Grafton | búseta = | mynd = Grafton3.JPG | myndastærð = 200px | myndatexti = | titill= Forsætis...
 
Lína 33:
 
==Æviágrip==
Augustus Henry FitzRoy gekk á [[breska þingið]] árið 1756 fyrir Boroughbridge-kjördæmi. Boroughbridge var „vasahverfi“ (''pocket borough''), kjördæmi þar sem kjósendur var svo fáir að auðvelt var að hafa áhrif á eða kaupa atkvæðin. Nokkrum mánuðum síðar skipti FitzRoy um kjördæmi og gekk á þing fyrir Bury St. Edmunds-kjördæmi, sem var undir stjórn fjölskyldu hans. Ári síðar lést afi hans og FitzRoy erfði jarlsnafnbót og gekk þar með á jávarðadeildlávarðadeild breska þingsins sem hertogi af Grafton.
 
Grafton vakti fyrst athygli í bresku stjórnmálalífi sem andstæðingur [[John Stuart, jarl af Bute|Bute lávarðar]],<ref>"Fitzroy, Augustus Henry". Dictionary of National Biography. London: Smith, Elder & Co. 1885–1900.</ref> góðvinar [[Georg 3.|Georgs 3.]] konungs. Grafton stóð með [[Thomas Pelham-Holles, hertogi af Newcastle|hertoganum af Newcastle]] gegn Bute lávarði. Forsætisráðherratíð Bute lávarðar varð stutt þar sem mörgum Bretum fannst hann ekki hafa knúið fram nógu hagstæða friðarskilmála eftir sigur Breta í [[Sjö ára stríðið|sjö ára stríðinu]].