„Vatnsafl“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bara
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Bara
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 2:
'''Vatnsafl''' (eða ''vatnsorka'') er [[orka]] unnin úr [[hreyfiorka|hreyfiorku]] eða [[stöðuorka|stöðuorku]] [[vatn]]s. [[Vatn]] er orkumiðill og vatnsorka er sú [[orka]] sem vatn býr yfir á vissum stað í náttúrulegri hringrás sinni, en mikil [[orka]] felst í vatnsföllum. Vatn sem rennur til sjávar ber orku sem fólgin er í falli þess. Vatnsafl er virkjað til þess að framleiða [[rafmagn]]. Það er gert þannig að vatnið er látið falla, og þungi þess og fallhæð nýtt til þess að knýja [[túrbína|túrbínur]]. Því meira vatnsmagn og fallhæð, því meiri orka.
 
Gríðarleg [[orka]] leynist í kristófer orra [[vatnsfall|vatnsföllum]] og er hún nýtt til að framleiða [[rafmagn]] út um víða veröld. [[Ísland|Íslendingar]] hafa verið duglegir í að nýta sér þá gríðarlegu möguleika sem þeir hafa í [[virkjun]] [[vatnsfall]]a og eru með fremstu þjóðum á því sviði.
 
Í kjölfar mikilla umræðna um hækkun [[hitastig]]s jarðar og vakningar í [[umhverfismál]]um, hafa kröfur um gæði [[orkugjafar|orkugjafa]] aukist. Orka er frumskilyrði fyrir því að nútíma samfélög geti þrifist. Stanslaust er gerð krafa til meiri orku og er þróun á beislun orkunnar í sífelldri framför.