„Astekar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
bætti við daglegt líf.
setti inn hlekki
Lína 22:
 
== Daglegt líf Asteka ==
Astekar bjuggu flestir í stráhúsum en þó voru þau ekki öll eins. Sum voru með flötu þaki og önnur ekki. Fátækari astekar bjuggu í minni húsum en þeir ríkari í stærri húsum. Hlutverk kynjanna voru misjöfn, karlar áttu að veiða til matar og vinna utan heimilis en konur áttu að sjá um börnin og heimilið. Í sumum tilfellum voru konur með verslun á heimili sínu og seldu allskyns hluti eins og mat, skálar, listaverk, litlar styttur og fleira sem þær höfðu búið til. Oftast nær gerðu konur þetta eftir að maður þeirra hafði fallið frá og börnin farin að heiman. Astekar borðuðu yfirleitt afurðir úr jurtaríkinu, mest [[maís]] en einnig ræktuðu þeir [[Tómatur|tómata]], [[Baun|baunir]] og [[Paprika|paprikur]]. Aztekar voru líka fyrstu mennirnir til þess að nýta [[Kakó|kakóbaunir]] sem æti. Þeir muldu baunirnar niður og hituðu þangað til þær leystust upp og blönduðu síðan með eldpipar. Þeir gátu þó ekki búið til [[súkkulaði]] eins og í nútímanum vegna þess að engar kýr voru í Ameríku og þar með enga mjólk að hafa. Börn Asteka skemmtu sér með því að leika sér að perlum og steinum en svo þegar þau urðu eldri skiptu þau yfir í boga og örvar. Astekar tóku tónlist einnig mjög alvarlega og var börnum kennt á [[hljóðfæri]] og að syngja frá unga aldri. Astekar hittust einnig oft saman í hópum og sungu og spiluðu á hljóðfæri eins og flautur og hringlur. Karlmenn sem voru [[Þrælahald|þrælar]] eða sem voru ekki mjög ríkir voru yfirleitt lítið klæddir, voru oftast bara með smá skýlu bundna utan um mittið.   Konur og ríkir karlmenn voru oftar mikið klædd, í kjólum og með sjöl yfir öxlunum.
 
== Tengill ==