„Kristófer Kólumbus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bjó til grein og bætti við
fara yfir
Lína 7:
Kristófer giftist Filipu Moniz Perestrelo dóttur landstjóra í Porto Santo árið 1479 eða 1480. Þau eignuðust að nafni Diego og Ferdinand. Talið er að Filipa hafi látist fljótlega eftir að hún giftist Kristófer en ekki eru til staðfestar heimildir um það. Í öllu falli hóf Krisófer sambúð með hjákonu sinni að nafni Beatriz Enriquez de Arana árið 1487.
 
== '''Fyrsta Ameríkuferð Kólumbusar''' ==
Kristófer Kólumbus sagði að hægt væri að komast að Asíu með því að fara vestur yfir Atlantshafið en flestir voru á því að sjóleiðin þangað lægi í austurátt. Ástæðan fyrir því að leitað væri að sjóleið til Asíu var sú að Evrópumenn, sem versluðu mikið við lönd eins og Indland og Kína, þurftu að finna aðra leið en í gegnum [[Miðausturlönd]] þar sem deilur og rígur voru milli Evrópumanna og múslíma. Kólumbus sóttist eftir stuðningi Jóhannesar II konungs Portúgals árið 1484 til að láta á þessa kenningu sína reyna en Jóhannes hafði ekki áhuga. Kólumbus hélt þaðan til konungs og drottningar Spánar, þeirra Ferdínands og Isabellu árið 1486 og samþykktu árið 1492 að styrkja ferð hans þrátt fyrir að hafa synjað í fyrstu. Kólumbus útvegaði sér þrjú skip, Niña, Pinta og Santa María.