„El Salvador“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 37:
 
== Borgarastríð ==
[[Borgarastríðið í El Salvador]] (1979 – 1992) voru átök á milli hers ríkisstjórnar El Salvador, sem Bandaríkin studdu, og uppreisnarmanna í bandalaginu Farabundo Martí National Liberation Front (FMLN), sem var bandalag fimm vinstrisinnaðra skæruliðahópa. Kúba og önnur kommúnistaríki studdu uppreisnarmennina. Veruleg spenna og ofbeldi höfðu verið til staðar áður en að borgarastríðið skall á og varði í tólf ár.
 
[[Borgarastríð]] El Salvador er önnur lengsta borgarastyrjöld í [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] en sú lengsta var í [[Guatemala]]. Átökunum lauk árið 1990. Ekki er vitað hve margir hurfu á meðan stríðinu stóð en meira en 75 þúsund manns voru drepnir.
 
Árið 1979 tók herforingjastjórnin við völdum í El Salvador. Það er að segja, hún steypti af stóli þáverandi forseta El Salvador, Carlos Humberto Romero hershöfðingja. Bæði öfgasinnaðir hægri- og vinstrimenn voru á móti nýju ríkisstjórninni. Spenna jókst og landið var á barmi uppreisnar. Illa þjálfaðir hermenn hers El Salvador tóku þátt í kúgun og morðum. Alræmdust voru El Mozote fjöldamorðin í desember 1981. Á næstu tveimur árum (1982 – 1983) myrti herliði stjórnvalda um það bil átta þúsund óbreytta borgara