„Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1934“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Italy celebrating 1934.jpg|thumb|right|Ítalir fagna heimsmeistaratitlinum 1934.]] '''Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1934''' eða '''HM 1934''' var haldið á [[Ítalía|Ítalíu]] dagana [[27. maí]] til [[10. júní]]. Þetta var önnur [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla|heimsmeistarakeppnin]] og sú fyrsta þar sem halda þurfti forkeppni. 32 þátttökulönd skráðu sig til keppni en sextán tóku þátt í lokakeppninni á Ítalíu. Ríkjandi meistarar [[Úrúgvæ]] neituðu að taka þátt í keppninni. Heimamenn urðu heimsmeistarar, fyrstir Evrópuþjóða eftir 2:1 sigur á [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]] í úrslitaleiknum.
== Val á gestgjöfum ==
Þar sem [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1930|fyrsta heimsmeistarakeppnin]] hafði verið haldin í [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] þótti stjórnendum [[Alþjóðaknattspyrnusambandið|Alþjóðaknattspyrnusambandsins]] rétt að næsta mót færi fram í [[Evrópa|Evrópu]]. Tvær þjóðir sóttust eftir upphefðinni: Ítalir og [[Svíþjóð|Svíar]]. Ákvörðunin var tekin á fundi Alþjóðaknattspyrnusambandsins í [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]] í október 1934 án atkvæðagreiðslu, þar sem Svíar drógu umsókn sína til baka. [[Fasismi|Fasistastjórn]] [[Benito Mussolini|Mussolini]] lagði mikla áherslu á að halda mótið og hét háum fjárhæðum til undirbúnings keppninnar.
== Forkeppni ==
[[Mynd:ITA 1934 MiNr0482 pm B002.jpg|thumb|left|Frímerki sem ítalska póstþjónustan gaf út vegna heimsmeistaramótsins.]] Sigurvegarar HM 1930, [[Úrúgvæ]], voru enn sárir út í Evrópuþjóðir - þar á meðal Ítali - sem flestar sniðgengu keppnina fjórum árum fyrr vegna mikils ferðakostnaðar. Heimsmeistararnir ákváðu því að gjalda líku líkt og sátu heima og urðu þar með einu heimsmeistararnir í sögunni sem ekki freistuðu þess að verja titil sinn.