Munur á milli breytinga „Austurríki“

17 bætum bætt við ,  fyrir 2 árum
=== Innlimunin ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 146-1972-028-14, Anschluss Österreich.jpg|thumb|Hitler (í fremsta bílnum) lætur hylla sig í Vín 15. mars 1938]]
Eftirmaður hans, [[Kurt Schuschnigg]], átti við ramman reip að draga. Mikil óánægja var í Austurríki og þurfti Schuschnigg á aðstoð frá [[Benito Mussolini|Mussolini]] og síðar frá Þýskalandi Hitlers að halda. [[Hitler]], sem var sjálfur fæddur í Austurríki, vann að því bak við tjöldin að sameina ríkin, þrátt fyrir bann Þjóðabandalagsins. Schuschnigg kanslari reyndi að forðast slíkar tilraunir og tilkynnti óvænta þjóðarakvæðagreiðslu um frjálst og óháð Austurríki. Atkvæðagreiðslan átti að fara fram [[13. mars]] [[1938]]. [[11. mars]] þrýsti Hitler með hótunum á Miklas forseta að leysa Schuschnigg frá embætti og skipa nasistann Arthur Seyss-Inquart nýjan kanslara. Strax daginn eftir þrammaði þýski herinn inn fyrir landamæri Austurríkis og hertók allar höfuðborgir sambandslandanna. Þann dag tilkynnti Hitler að Þýskaland og Austurríki hefðu sameinast. Ríkisstjórnin var leyst upp. Hitler var nýi valdhafinn í Austurríki og sótti hann Vín heim [[15. mars]] til að láta hylla sig. Samtímis þessu var þegar byrjað að ofsækja gyðinga hvarvetna í landinu og flytja burt. [[Heimstyrjöldin síðari|Heimsstyrjöldin síðari]] hófst í [[nóvember]] [[1939]]. Hundruð þúsunda Austurríkismanna voru kallaðir í þýska herinn og urðu þeir að berjast með nasistum. Fyrstu loftárásir á landið voru þó ekki fyrr en í ágúst [[1943]], sökum fjarlægðar frá flugvöllum bandamanna. [[Sovétríkin|Sovétmenn]] komust til Vínar og eftir harða bardaga við nasista féll borgin [[23. apríl]] [[1945]]. Þar með lauk landið þátttöku sinni í stríðinu. Aðrir bandamenn hernámu Austurríki ekki fyrr en í maíbyrjun.
 
=== Hernám og annað lýðveldið ===