„Alexander 1. Rússakeisari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
Í Napóleonsstyrjöldunum breytti Alexander afstöðu Rússaveldis til [[Fyrra franska keisaraveldið|Frakklands]] fjórum sinnum á milli 1804 til 1812 og fór frá því að vera hlutlaus í garð [[Napóleon Bónaparte|Napóleons]] til þess að vera andstæðingur hans, bandamaður og loks andstæðingur á ný. Árið 1805 gekk Alexander til liðs við Breta í [[Þriðja bandalagsstríðið|þriðja bandalagsstríðinu]] en eftir herfilegan ósigur gegn Frökkum í [[Orrustan við Austerlitz|orrustunni við Austerlitz]] gerðist hann bandamaður Napóleons. Hann barðist í minniháttar stríði gegn Bretum frá 1807 til 1812. Lítil sátt var þó á milli Alexanders og Napóleons, sérstaklega þegar kom að Póllandi, og því lauk bandalagi þeirra árið 1810. Alexander vann sinn mesta sigur árið 1812 þegar [[Rússlandsherför Napóleons]] mistókst herfilega og leiddi brátt til fullnaðarósigurs Frakkakeisarans. Sem meðlimur í bandalaginu sem sigraði Napóleon öðlaðist Alexander ný landsvæði í Finnlandi og Póllandi. Hann stofnaði „heilaga bandalagið“ til að hafa hemil á þjóðernissinnuðum byltingarhreyfingum í Evrópu sem hann taldi ógna lögmætum kristnum einvöldum. Hann hjálpaði [[Klemens von Metternich]] Austurríkiskanslara að kveða niður allar þjóðernis- og frjálslyndishreyfingar.
 
Á seinni hluta valdatíðar sinnar varð Alexander æ duttlungafylltriduttlungafyllri, afturhaldssamari og smeykari um að launráð væru brugguð gegn sér. Hann batt enda á margar umbætur sem hann hafði áður staðið fyrir, hreinsaði erlenda kennara úr skólum og gerði námsskrána guðræknari og íhaldssamari.<ref>Walker, Franklin A (1992). "Enlightenment and Religion in Russian Education in the Reign of Tsar Alexander I". ''History of Education Quarterly''. 32 (3): 343–360.</ref> Alexander lést árið 1825 og var þá barnlaus þar sem dætur hans tvær höfðu látist barnungar. Eftir mikla ringulreið tók yngri bróðir hans við og varð [[Nikulás 1. Rússakeisari]].
 
==Tilvísanir==