„Filippseyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 155:
 
=== Filippínska uppreisnin ===
[[1892]] stofnaði Andrés Bonifacio mótmælendahreyfinguna Katipunan, sem óx hratt. Þremur árum síðan var ákveðið að láta til skarar skríða gegn Spánverjum. Allsherjar uppreisn hófst [[1896]] og var í upphafi nokkuð árangursrík. Rizal var hins vegar handtekinn aftur og tekinn af lífi. Hann er er þjóðhetja Filippseyja í dag, ásamt Andrés Bonifacio. Tvær deildir innan Katipuan áttu hins vegar í erjum með tilheyrandi upplausn. Þegar formaður annarrar deildarinnar, Emilio Aguinaldo, lét taka Bonifacio af lífi [[1897]], náðu Spánverjar undirtökunum aftur. Aguinaldo og stuðningsmenn hans drógu sig til baka og stofnuðu fyrsta lýðveldi Filippseyja, Biak-na-Bato. Á sama ári var samið um vopnahlé við Spánverja og Bonifacio fór sjálfviljugur í útlegð til [[Hong Kong]] meðan uppreisnin hélt áfram annars staðar í landinu. [[25. apríl]] 1898 sagði Spánn Bandaríkjunum [[Stríð Spánar og Bandaríkjanna|stríð á hendur]] fyrir stuðning hinna síðarnefndu í [[Kúba|Kúbu]], sem enn var spænsk nýlenda. [[1. maí]] réðust bandarísk herskip á flotahöfn Spánverja í Manila og gjöreyddu henni á skömmum tíma. Aguinaldo sneri þá aftur til Filippseyja og stjórnaði aðgerðum gegn Spánverjum á landi. [[12. júní]] lýsti Aguinaldo yfir sjálfstæði Filippseyja. Fyrsta bráðabirgðastjórnin hittist í Malolos á Lúson, því Manila var enn að hluta til á valdi Spánverja. Í [[júlí]] var setið um Manila bæði af Filippseyingum og Bandaríkjamönnum. Annars staðar í landinu var enn barist og fóru Spánverjar nær alls staðar halloka. Manila féll [[14. ágúst]] og gáfust Spánverjar upp fyrir Bandaríkjamönnum, sem í kjölfarið stofnuðu herstjórn í borginni. Í friðarsamningum í París í [[desember]] var kveðið svo á um að Bandaríkin yfirtækju Filippseyjar, [[Púertó Ríkó]] og [[Gvam]] af Spánverjum fyrir 20 milljónir dali.
 
=== Bandaríkjastjórn ===