„Bill Cosby“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:2011 Bill Cosby.jpg|thumb|Cosby árið [[2011]]]]
'''William Henry''' "'''Bill'''" '''Cosby, Jr.''' (f. [[12. júlí]] [[1937]]) er [[BNABandaríkin|bandarískur]] [[leikari]] og [[Skemmtun|skemmtikraftur]]. Hann hóf feril sinn sem [[uppistand]]ari víðsvegar um Bandaríkin snemma á 7. áratug 20. aldar, kom fram í ''[[The Tonight Show]]'' sumarið 1963 og fékk í kjölfarið útgáfusamning hjá [[Warner Bros. Records]]. Árið eftir fékk hann annað aðalhlutverkið í njósnaþáttunum ''[[I Spy]]'' hjá [[NBC]]. Hann lék í eigin grínþáttaröð ''[[The Bill Cosby Show]]'' 1969 – 1971. Árið 1972 hóf teiknimyndaþáttaröðin ''[[Fat Albert and the Cosby Kids]]'' göngu sína hjá [[CBS]]. Cosby notaði þættina sem hluta af [[doktorsritgerð]] sinni í [[kennslufræði]]. Þekktasta sjónvarpsþáttaröð Cosbys, ''[[The Cosby Show]]'', hóf göngu sína á NBC árið 1984 og gekk til 1992. Þetta voru vikulegir grínþættir sem fjölluðu um læknisfjölskyldu í [[Brooklyn]] í [[New York-borg]].
 
Cosby hefur verið sakaður um kynferðislega misbeitingu fjölda barna. Einnig hafa yfir 50 konur sakað hann um nauðgun með eða án lyfjagjafar. Ekki hefur verið dæmt í þessum málum ennþá. Hann neitar öllum ásökunum og gengur laus gegn 1 milljón dollara tryggingu.