„Adolf Hitler“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 93:
Þann 3. apríl skipaði Hitler þýska hernum að undirbúa innrás í [[Pólland]]. Til þess að tryggja að [[Sovétríkin|Sovétmenn]] skiptu sér ekki að innrásinni undirrituðu Þjóðverjar [[Molotov-Ribbentrop-sáttmálinn|griðarsáttmála við Sovétríkin]] þann 23. ágúst 1939. Í samningnum féllust Þjóðverjar og Sovétmenn á að skipta Póllandi á milli sín í þýsk og sovésk áhrifasvæði. Þann 1. september 1939 [[Innrásin í Pólland|réðust Þjóðverjar inn í Pólland]] og Bretar og Frakkar brugðust við með því að lýsa yfir stríði á hendur Þýskalandi. Þar með hófst [[seinni heimsstyrjöldin]]. Bretar og Frakkar voru þó tregir til að ráðast gegn Þýskalandi og gerðu ekki árás á meðan Þjóðverjar yfirbuguðu Pólverja. Því kölluðu fjölmiðlar þennan kafla stríðsins gjarnan „[[gervistríðið]]“.
 
Þann 9. apríl [[Innrásin í Danmörku og Noreg|réðust Þjóðverjar inn í Danmörku og Noreg]] og hertóku bæði löndin. Þjóðverjar [[Orrustan um Frakkland|réðust síðan inn í Frakkland]] í maí árið 1940 og hertóku [[Belgía|Belgíu]], [[Lúxemborg]] og [[Holland]]. Á meðan á innrásinni í Frakkland stóð ákváðu Ítalir að ganga inn í styrjöldina ásamt Þjóðverjum og réðust á Frakkland úr suðri.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1241334 Ítalir fóru í stríð með Þjóðverjum kl. 12 í nótt], ''Morgunblaðið'', 133. tölublað (11.06.1940), Blaðsíða 2.</ref> Frakkland neyddist til þess að undirrita friðarsáttmála þann 22. júní. Bretar sluppu með her sinn frá [[Dunkerque]] úr orrustunni um Frakkland og nýr forsætisráðherra þeirra, [[Winston Churchill]], neitaði að semja um frið við Þjóðverja. Hitler sendi því þýska flugherinn til að [[Orrustan um Bretland|ráðast á Bretland]] en tókst ekki að vinna bug á breska flughernum. Hitler var á hátindi vinsælda sinna í Þýskalandi eftir að hafa unnið svo skjótan sigur gegn Frakklandi.
 
Þjóðverjar réðust árið 1941 inn í [[Júgóslavía|Júgóslavíu]], [[Grikkland]], [[Krít]] og [[Írak]]. Þýskir hermenn voru einnig sendir til að styðja Ítala í [[Líbía|Líbíu]], [[Balkanskagi|Balkanskaga]] og [[Miðausturlönd|Miðaustrinu]]. Þann 22. júní 1941 rufu Þjóðverjar griðarsáttmálann við Sovétmenn og [[Innrásin í Sovétríkin|réðust inn í Sovétríkin]]. Ætlunin var að gera út af við Sovéríkin og sölsa undir sig náttúruauðlindir þeirra til þess að geta haldið hernaðinu við vesturveldunum áfram. Í fyrstu gekk innrás Þjóðverja vel og þýskir hermenn brutust um 500 kílómetra inn á sovéskt landsvæði.