„Adolf Hitler“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 83:
Hindenburg lést þann 2. ágúst 1934. Daginn áður hafði ríkisstjórn Hitlers sett lög sem leystu upp forsetaembættið eftir dauða Hindenburgs og sameinuðu völd þess kanslaraembættinu. Þar með varð Hitler formlega „foringi og kanslari Þýskalands“ (''[[Führer]] und Reichskanzler'') og varð í senn [[ríkisstjórnarleiðtogi]] og [[þjóðhöfðingi]] landsins.<ref name=hindenburgoghitler>{{Cite news |title=Hindenburg og Hitler |date=1. júní 1934|accessdate=6. apríl 2018|publisher=''[[Óðinn (tímarit)|Óðinn]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2293432}}</ref>
 
Á næstu árum stóð ríkisstjórn Hitlers fyrir stórfelldri uppbyggingu innviða í Þýskalandi og bjó þýska efnahaginn undir stríð. Á þessum tíma voru nýir þjóðvegir, járnbrautir og stíflur byggðar í Þýskalandi. [[Atvinnuleysi]] minnkaði<ref name=uppgangurhitlers>{{Cite news |title=Uppgangur Hitlers |date=2. maí 1936|accessdate=6. apríl 2018|publisher=''[[Fálkinn (tímarit)|Fálkinn]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4355452}}</ref> úr sex milljónum í eina milljón frá 1932 til 1936. Hins vegar lengdist vinnuvikan, meðallaun lækkuðu og kostnaður lifnaðar hækkaði. Enduruppbyggingin var fjármögnuð með skuldabréfum, með því að prenta peninga, og með því að leggja hald á eignir óvina ríkisins, sérstaklega gyðinga. Ríkisstjórnin tók einnig markvissa stefnu í húshönnun og [[Albert Speer]] var falið að endurhanna Berlín í klassískum stíl.
 
Þýskaland sagði sig úr [[Þjóðabandalagið|Þjóðabandalaginu]] í október árið 1933. Í mars árið 1935 lýsti Hitler því yfir að þýski herinn yrði stækkaður og myndi telja til sín um 600.000 hermenn, sex sinnum meira en var leyft í [[Versalasamningurinn|Versalasamningnum]]. Þjóðverjar hertóku afvopnaða svæðið í Rínarlandi í mars 1936. Sama ár sendi Hitler hermenn til Spánar til þess að aðstoða þjóðernissinna undir stjórn [[Francisco Franco]] í [[Spænska borgarastyrjöldin|spænsku borgarastyrjöldinni]]. Þann 25. nóvember skrifuðu Þjóðverjar undir samning sem stofnaði andkommúnískt bandalag við [[Japanska keisaradæmið|Japan]], og síðar [[Ítalía|Ítalíu]]. Þetta bandalag lagði grunninn að [[Öxulveldin|Öxulveldunum]]. Hitler skipaði hernum að búa sig undir stríð til þess að skapa Þýskalandi „lífsrými“ eða „''lebensraum''“ ekki síðar en 1938.