„Adolf Hitler“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 42:
Líkt og margir þýskumælandi Austurríkismenn fór Hitler að aðhyllast þýska [[Þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]] á unga aldri. Hann lýsti því yfir að hann væri tryggur Þýskalandi en ekki Austurríki og hataðist við hið aldurhnigna [[Habsborgaraveldið|Habsborgaraveldi]] fyrir að ríkja yfir mörgum fjölbreyttum þjóðum en ekki einni þýskri þjóð.
 
Árið 1907 flutti Hitler til [[Vín (Austurríki)|Vínarborgar]] og sótti um inngöngu í listaháskólann þar í borg en var hafnað tvisvar.<ref name=hindenburgoghitler/> Á árum Hitlers í Vín varð hann fyrir áhrifum af [[Kynþáttahyggja|kynþáttahyggju]] og [[Gyðingahatur|gyðingahatri]] og sagðist síðar sjálfur hafa farið að hata gyðinga á þessum tíma.<ref name=hindenburgoghitler/> Hann flutti til [[München]] í Þýskalandi árið 1913. Hitler var kvaddur í austurrísk-ungverska herinn þann 5. febrúar 1914 en þegar hann kom til [[Salzburg|Salzborgar]] þótti hann ekki hæfur til herþjónustu og fékk undanþágu frá herkvaðningunni.
 
===Fyrri heimsstyrjöldin===
Lína 81:
Stuttu eftir lagasetninguna var sósíaldemókrataflokkurinn bannaður. Þann 2. maí 1933 voru öll [[Stéttarfélag|stéttarfélög]] bönnuð og leiðtogar þeirra handteknir. Þann 14. júlí var lýst yfir að nasistaflokkurinn væri eini löglegi stjórnmálaflokkurinn í Þýskalandi. Á [[nótt hinna löngu hnífa]], frá 30. júní til 2. júlí 1934, voru andstæðingar Hitlers innan stormsveitanna myrtir. Í kjölfarið var herinn hreinsaður af öllum herforingjum sem ekki þóttu nógu hlynntir nasistum.
 
Hindenburg lést þann 2. ágúst 1934. Daginn áður hafði ríkisstjórn Hitlers sett lög sem leystu upp forsetaembættið eftir dauða Hindenburgs og sameinuðu völd þess kanslaraembættinu. Þar með varð Hitler formlega „foringi og kanslari Þýskalands“ (''[[Führer]] und Reichskanzler'') og varð í senn [[ríkisstjórnarleiðtogi]] og [[þjóðhöfðingi]] landsins.<ref name=hindenburgoghitler>{{Cite news |title=Hindenburg og Hitler |date=1. júní 1934|accessdate=6. apríl 2018|publisher=''[[Óðinn (tímarit)|Óðinn]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2293432}}</ref>
 
Á næstu árum stóð ríkisstjórn Hitlers fyrir stórfelldri uppbyggingu innviða í Þýskalandi og bjó þýska efnahaginn undir stríð. Á þessum tíma voru nýir þjóðvegir, járnbrautir og stíflur byggðar í Þýskalandi. [[Atvinnuleysi]] minnkaði úr sex milljónum í eina milljón frá 1932 til 1936. Hins vegar lengdist vinnuvikan, meðallaun lækkuðu og kostnaður lifnaðar hækkaði. Enduruppbyggingin var fjármögnuð með skuldabréfum, með því að prenta peninga, og með því að leggja hald á eignir óvina ríkisins, sérstaklega gyðinga. Ríkisstjórnin tók einnig markvissa stefnu í húshönnun og [[Albert Speer]] var falið að endurhanna Berlín í klassískum stíl.