Munur á milli breytinga „Neville Chamberlain“

ekkert breytingarágrip
| starf =
| trúarbrögð = [[Únítarismi|Únítari]]
| undirskrift = Neville Chamberlain Signature 2.svg
}}
'''Arthur Neville Chamberlain''' ([[18. mars]] [[1869]] – [[9. nóvember]] [[1940]]) var [[Bretland|breskur]] [[stjórnmálamaður]] og [[forsætisráðherra Bretlands]] úr [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokknum]] frá maí [[1937]] til maí [[1940]]. Chamberlain er helst minnst vegna friðþægingarstefnu sinnar í utanríkismálum og þá sér í lagi fyrir gerð [[München-sáttmálinn|München-sáttmálans]] árið 1938 þar sem Bretar og Frakkar viðurkenndu yfirráð [[Þriðja ríkið|Þriðja ríkisins]] í þýskumælandi hlutum [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]]. Þegar [[Adolf Hitler]] [[Innrásin í Pólland|lýsti yfir stríði gegn Póllandi]] lýsti Bretland Þjóðverjum stríði á hendur þann 3. september 1939 og Chamberlain leiddi þjóðina á fyrstu átta mánuðum [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]].