„Grenjaðarstaður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
Grenjaðarstaður var landnámsjörð samkvæmt því er segir í [[Landnáma|Landnámu]], og bjó þar landnámsmaðurinn [[Grenjaður Hrappsson]]. Grenjaðarstaður var höfðingjasetur til forna og þar bjó meðal annars [[Kolbeinn Sighvatsson]], sonur [[Sighvatur Sturluson|Sighvats Sturlusonar]]. Hann féll í bardaganm á [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstöðum]] [[1238]] en var jarðsettur á Grenjaðarstað.
 
Grenjaðarstaður var eitt af bestu brauðum landsins. Var staðurinn lagður til jafns við [[Oddi (Rangárvöllum)|Odda]], sem þótti besta brauð í Sunnlendingafjórðungi. Átti staðurinn fjölda jarða auk hjáleigna, reka, laxveiði og önnur ítök en heimaland var mikið og gagnsamt. Á meðal presta á Grenjaðarstað má nefna [[Þorkell Guðbjartsson]] (d. 1483), [[Jón Pálsson Maríuskáld]] (d. 1471) og [[Sigurður Jónsson á Grenjaðarstað|Sigurð Jónsson]] (d. [[1595]]), son [[Jón Arason|Jóns biskups Arasonar]], sem gerði skrá um eignir biskupsstólsins á Hólum og eignir kirkna á Norðurlandi. Þá má nefna [[Gísli Magnússon (biskup)|Gísla Magnússon]] ([[1712]]-[[1779]]), síðar biskup á Hólum, sem lét byggja kirkjuna þar.
 
Árið 1931 var Grenjaðarstað skipt í 5 býli og er prestssetrið nú aðeins fimmtungur jarðarinnar.