„Robert Jenkinson, jarl af Liverpool“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 36:
 
Þótt Liverpool hafi verið forsætisráðherra þegar Bretland vann Napóleonsstyrjaldirnar er hans aðallega minnst fyrir harðræði sitt og valdníðslu eftir að þeim lauk. Árið 1819 gerði riddaraliðssveit árás á samkomu um 60.000–80.000 friðsamlegra mótmælenda í Manchester sem kröfðust umbóta í kjördæmakerfinu. Fimmtán manns létu lífið og 400–700 særðust. Eftir uppákomuna, sem var kölluð „[[Peterloo-fjöldamorðin]]“, setti ríkisstjórn Liverpool ýmis lög sem takmörkuðu borgaraleg réttindi, þar á meðal með heftingu á tjáningarfrelsi og takmörkun á rétti til réttarhalda og til að halda fjöldasamkomur. Lögin voru svo óvinsæl að misheppnað samsæri var gert til að koma Liverpool og öðrum ríkisstjórnarmeðlimum fyrir kattarnef.<ref>{{cite book|author=Ann Lyon|title=Constitutional History of the UK|url=https://books.google.com/books?id=nB-PAgAAQBAJ&pg=PA319|year=2003|publisher=Routledge|page=319}}</ref>
 
Á [[Vínarfundurinn|Vínarfundinum]] hvatti Liverpool Evrópuveldin til þess að banna [[þrælahald]] og heima fyrir hvatti hann til þess að lög sem bönnuðu verkamönnum að mynda stéttarfélög yrðu afnumin.<ref>{{cite book|author=W. R. Brock|title=Lord Liverpool and Liberal Toryism 1820 to 1827|url=https://books.google.com/books?id=BNg8AAAAIAAJ&pg=PA3|publisher=CUP Archive|page=3}}</ref> Mestallan feril sinn var Liverpool á móti því að kaþólikkar fengju borgaraleg réttindi á Bretlandi og sagði að endingu af sér árið 1827 þegar [[George Canning]] mælti formlega með því að ríkisstjórnin styddi lagafrumvarp þess efnis.
 
==Tilvísanir==