„George Canning“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Eton er ekki háskóli
Merki: 2017 source edit
Lína 31:
'''George Canning''' (11. apríl 1770 – 8. ágúst 1827) var [[Bretland|breskur]] stjórnmálamaður úr flokki Tory-manna ([[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsmanna]]) sem gegndi ýmsum ráðherraembættum í fjölmörgum ríkisstjórnum þar til hann varð sjálfur [[forsætisráðherra Bretlands]] síðustu fjóra mánuði ævi sinnar.
 
Canning var sonur leikkonu og misheppnaðs athafnamanns. Hann hlaut fjárstyrk frá frænda sínum, Stratford Canning, sem gerði honum kleyft að stunda nám í [[Eton-háskóliskóli|Eton-háskólaskóla]] og Christ Church í [[Oxford-háskóli|Oxford]]. Cannig hóf stjórnmálaferil árið 1793 og kleif hratt upp metorðastigann. Hann var launastjóri lögreglunnar (1800–01) og féhirðir sjóhersins (1804–06) í ríkisstjórn [[William Pitt yngri|Williams Pitt yngri]]. Hann var síðan utanríkisráðherra (1807–09) í ríkisstjórn [[William Cavendish-Bentinck, hertogi af Portland|hertogans af Portland]], sem var þá fárveikur. Canning var áhrifamesti meðlimur ríkisstjórnarinnar og skipulagði [[Orrustan við Kaupmannahöfn (1807)|árás breska flotans á danska flotann í Kaupmannahöfn]] árið 1807 til þess að tryggja yfirburði Breta á sjó gegn [[Napóleon Bónaparte|Napóleon]]. Árið 1809 særðist Canning í [[einvígi]] við óvin sinn, [[Robert Steward, vísigreifi af Castlereagh|Castlereagh lávarð]] og var ekki boðið að taka við af Portland sem forsætisráðherra. [[Spencer Perceval]] varð forsætisráðherra og Canning gegndi ekki mikilvægu embætti fyrr en eftir að Perceval var myrtur árið 1812.
 
Canning gerðist síðan sendiherra til Portúgal í ríkisstjórn [[Robert Jenkinson, jarl af Liverpool|Liverpool lávarðar]] (1814–16), forseti stjórnarráðsins (1816–21), og utanríkisráðherra og leiðtogi neðri þingdeildarinnar (1822–27). Konungnum var í nöp við Canning og gerði sitt besta til að spilla fyrir utanríkisstefnu hans. Canning tókst hins vegar að byggja upp almennan stuðning við stefnumál sín. Sagnfræðingurinn Paul Hayes telur að Canning hafi unnið þrekvirki í samskiptum Bretlands við Spán og Portúgal með því að stuðla að sjálfstæði amerískra nýlenda þeirra. Stefnumál hans bættu verslunarstöðu breskra kaupmanna og studdu við bandarísku [[Monroe-kenningin|Monroe-kenninguna]].