„Kristján Eldjárn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 43:
 
== Fornleifafræði ==
Kristján Eldjárn fór í sinn fyrsta fornleifaleiðangur árið 1937 til [[Grænland|Grænlands]] að grafa upp norænnan miðaldabæ í Austmannsdal. Kennari hans stóð í trú um að sveitastrákur frá íslandi ætti ekki í vandræðum með þær aðstæður sem þessi leiðangur byði upp á. Sumarið 1939 var mikilvægt ár í fornleifauppgreftri á Íslandi: MattíasMatthías Þórðarsson kom á fót norrænum rannsóknarleiðangri til Íslands en í honum voru fulltrúar allra norrænu þjóðanna nema Noregs. Niðurstöður úr þessum leiðangri voru tímamót í íslenskum fornleifarannsóknum og voru birtar í riti sem heitir ''Forntida gårdar i Island''. Kristján var í hópnum undir stjórn Danans Aage Roussell sem sá um gröftinn í Stöng í Þjórsárdal. Í uppgröftinum kom í ljós að þetta var einn best varðveitti bærinn.
 
Kristján hafði lokið fyrrihlutaprófi í norrænni fornleifafræði en fór ekki til Danmerkur til að ljúka við námið því augljóst var að [[Seinni heimsstyrjöldin|stríð]] myndi byrja von bráðar. Sumarið 1940 fór Kristján að rannsaka Skálatótt í Klaufanesi í Svarfaðardal en þarna kom í ljós að hann að hann hefði mikinn áhuga að stjórna sínum eigin fornleifarannsóknum. Segja má að þessi fornleifauppgröftur sé fyrsti uppgröfturinn undir stjórn Íslendings sem stenst nútimakröfur. Ári síðar kom fyrsta grein Kristjáns í ''Árbók fornleifafélagsins''.