„Arthur Balfour“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 34:
Í júlí 1902 tók Balfour við af frænda sínum sem forsætisráðherra. Hann kom á umbótum í varnarmálum Bretlands, m.a. með því að koma á [[Samúðarsambandið|Samúðarsambandinu]] við Frakka. Ríkisstjórn hans kom á verndartollum til að hæla sérstaklega verslun innan breska heimsveldisins en þetta olli klofningi innan Íhaldsflokksins og margir ráðherrar sögðu sig úr ríkisstjórn Balfours. Balfour vakti einnig reiði almennings í lok [[Búastríðið|Búastríðsins]] vegna „villimannslegra“ aðferða breska hersins, og með því að flytja inn kínverska verkamenn til Suður-Afríku sem almenningi fannst jaðra við þrælahald. Balfour sagði af sér í desember árið 1905 og Íhaldsmenn hlutu afhroð í þingkosningum næsta ár, þar sem Balfour sjálfur datt út af þingi. Hann komst aftur inn á þing í aukakosningum og var leiðtogi stjórnarandstöðunnar til ársins 1911, en þá sagði hann af sér sem flokksformaður.
 
Balfour gerðist flotamálaráðherra í samsteypustjórn [[H. H. Asquith]] (1915–16). Í desember árið 1916 varð hann utanríkisráðherra í ríkisstjórn [[David Lloyd George]]. Honum var oft haldið utan við mikilvægar ákvarðanir í breskri utanríkisstefnu en [[Balfour-yfirlýsingin]] um stuðning Breta við [[Zíonismi|Zíonista]] bar þó nafn hans. Balfour gegndi áfram ýmsum mikilvægum embættum á þriðja áratugnum og lést þann 19. mars 1930 eftir að hafa sólundað miklum auð sem hann hlaut í arf. Balfour giftist aldrei. Balfour var menntaður sem heimspekingur og sem slíkur færði hann rök fyrir því að mannleg rökvísi gæti aldrei komist á snoðir um neinn sannleika. Hann þótti gjarnan fjarrænn í lífsskoðunum sínum og á að hafa sagt: „Ekkert skiptir miklu máli og fátt skiptir neinu máli.“
 
== Heimild ==