„Frjálslyndi flokkurinn (Bretland)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Merki Frjálslynda flokksins. '''Frjálslyndi flokkurinn''' (''Liberal Party'' á ensku) var stjórnmálaflokkur sem var einn af...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Flokkurinn varð til á sjötta áratug 19. aldar með bandalagi [[Viggar (Bretland)|Vigga]], stuðningsmanna [[Robert Peel|Roberts Peel]] sem studdu verslunarfrelsi og róttæklinga sem voru hlynntir hugsjónum bandarísku og frönsku byltinganna. Í lok 19. aldar hafði Frjálslyndi flokkurinn myndað fjórar ríkisstjórnir undir forsæti [[William Ewart Gladstone|Williams Ewart Gladstone]]. Þótt flokkurinn væri klofinn í afstöðu sinni til írskrar heimastjórnar vann hann stórsigur í kosningum árið 1906 og myndaði ríkisstjórn á ný.
 
Frjálslyndi flokkurinn kom á ýmsum umbótum sem lögðu grunn að bresku velferðarríki. Formaður Frjálslyndra, [[H. H. Asquith]], var forsætisráðherra Bretlands frá 1908 til 1916. Við honum tók annar frjálslyndismaður, [[David Lloyd George]], frá 1916 til 1922. Þótt Asquith væri formaðurinn var Lloyd George jafnan mesti áhrifamaðurinn innan flokksins. Asquith var um megn að gegna embætti forsætisráðherra þjóðstjórnar á meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stóð og því tók Lloyd George við af honum í lok ársins 1916. Asquith var þó áfram formaður Frjálslyndra. Þeir Lloyd George kepptust um völd innan flokksins næstu árinnárin og grófu mjög undan áhrifum flokksins með þessum innanflokksdeilum.<ref>Michael Fry, "Political Change in Britain, August 1914 to December 1916: Lloyd George Replaces Asquith: The Issues Underlying the Drama." ''Historical Journal'' 31#3 (1988): 609-627.</ref>
 
Íhaldsflokkurinn var í lykilhlutverki í ríkisstjórn Lloyd George og Íhaldsmenn drógu loks stuðning sinn við hann til baka árið 1922. Í lok þriðja áratugarins hafði [[Verkamannaflokkurinn (Bretland)|Verkamannaflokkurinn]] velt Frjálslyndum úr sessi sem helsti keppinautur Íhaldsflokksins. Frjálslyndi flokkurinn beið fylgishrun frá árinu 1918 og á sjötta áratugnum vann flokkurinn ekki fleiri en sex þingsæti í kosningum. Fyrir utan minniháttar sigra í aukakosningum batnaði gæfa Frjálslynda flokkinn ekki fyrr en hann gekk í bandalag við [[Jafnaðarmannaflokkurinn (Bretland)|Jafnaðarmannaflokkinn]] árið 1981. Í kosningum ársins 1983 hlaut bandalagið um fjórðung greiddra atkvæða en þó aðeins 23 af 630 þingsætum þar sem það gaf kost á sér. Árið 1988 sameinuðust Frjálslyndir og Jafnaðarmenn og stofnuðu flokk [[Frjálslyndir demókratar|Frjálslyndra demókrata]].