„Jóhanna Guðrún Jónsdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 47:
==== Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva ====
[[Mynd:Yohanna Eurovision.jpg|thumb|left|200px|Jóhanna flytur lagið ''Is it true?' í Moskvu']]
Stuttu eftir að ''„Butterflies and Elvis“'' var gefin út, hafði [[Óskar Páll Sveinsson]] samband við Jóhönnu og bað hana um að syngja lagið ''„[[Is It True?]]“'' í [[Söngvakeppni sjónvarpsins|Söngvakeppni Sjónvarpsins]]. Jóhanna flutti lagið í fyrstu undankeppni [[Söngvakeppni Sjónvarpsins 2009]] þann [[10. janúar]] og var það annað tveggja laga sem komust áfram það kvöld. Úrslitin fóru fram þann [[14. febrúar]] og var Jóhanna síðust af átta flytjendum með lag sitt. Yfir 69.000 atkvæði voru greidd í atkvæðagreiðslunni og lag Jóhönnu var kosið 19.076 sinnum og bar hún sigur úr brýtum með næstum því tíu þúsund fleiri atkvæði heldur en lagið sem var í öðru sæti, "„Undir Regnbogann“", með Ingó. Jóhanna gaf út takmarkaða útgáfu af „''Butterflies and Elvis''“ eftir að hafa unnið keppnina þar sem að „''Is It True?''“ var bætt við plötuna. Lagið var gefið út sem smáskífa og komst inn á topp tíu á vinsældalistum á [[Ísland]]i og í [[Finnland]]i, [[Grikkland]]i, [[Noregur|Noregi]], [[Svíþjóð]], og [[Sviss]]. Hún lenti í 2 sæti í Eurovision árið 2009.
 
Jóhanna fór í kynningarferð til bæði [[Bretland]]s og [[Holland]]s til þess að auglýsa lagið áður en hún ferðaðist til [[Moskva|Moskvu]]. Hún flutti ''„[[Is it true?]]“'' í UK Eurovision Preview veislunni í [[London]] þann [[17. apríl]] og daginn eftir á Eurovision Promo tónleikunum í [[Amsterdam]].<ref>Viniker, Barry (24. apríl 2011). http://www.esctoday.com/news/read/13580. ESCToday</ref><ref>Romkes, René (17. apríl 2009). http://www.esctoday.com/news/read/13545. ESCToday</ref>