„Stríð Spánar og Bandaríkjanna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 9:
Stríðið tók tíu vikur og var háð bæði í [[Karíbahaf|Karíbahafinu]] og [[Kyrrahaf|Kyrrahafinu]]. Líkt og stuðningsmenn stríðsins höfðu vitað<ref>Atwood, Paul (2010). War and Empire. New York: Pluto Press. bls. 98–102.</ref> skipti bandaríski sjóherinn sköpum og gerði Bandaríkjamönnum kleift að stíga á land í Kúbu og sigra spænska hermenn sem þurftu þá þegar að verjast árásum frá kúbverskum uppreisnarmönnum og glíma við [[gulusótt]].<ref>Pérez, Louis A. (1998), ''The war of 1898: the United States and Cuba in history and historiography'', bls. 89.</ref> Bandarísk, kúbversk og filippeysk herlið neyddu Spánverja fljótt til að gefast upp þrátt fyrir harða andstöðu margra spænskra fótgönguliða og hetjulega frammistöðu þeirra í [[Orrustan við San Juan-hæð|orrustunni við San Juan-hæð]].<ref>{{cite web|url=http://www.strategypage.com/articles/default.asp?target=spaniard/spaniard.htm |title=Military Book Reviews |publisher=StrategyPage.com |accessdate=March 22, 2014}}</ref> Ríkisstjórnin í Madrid samdi um vopnahlé eftir að tveir úreltir flotar þeirra sukku við Santiago de Cuba og Manila og sá þriðji og nútímalegri var kallaður heim til að vernda strandir Spánar.<ref name="108–109">Dyal, Donald H; Carpenter, Brian B.; Thomas, Mark A. (1996), ''Historical Dictionary of the Spanish American War'', Greenwood Press.</ref>
 
Friðarsáttmáli var að lokum undirritaður í París þar sem Bandaríkjamenn fengu tímabundið að hertaka Kúbu og Spánverjar létu jafnframt af hendi til þeirra [[Gvam]], [[Púertó Ríkó]] og [[Filippseyjar]]. Bandaríkjamenn greiddu Spánverjum um 20 milljónir Bandaríkjadollara fyrir FilippseyjaFilippseyjar til að bæta upp fyrir ýmsa innviði sem Spánverjar áttu þar.<ref>{{cite book|author=Benjamin R. Beede|title=The War of 1898 and U.S. Interventions, 1898T1934: An Encyclopedia|url=https://books.google.com/books?id=rg6BAAAAQBAJ&pg=PA289|year=2013|publisher=Taylor & Francis|page=289}}</ref>
 
Ósigur Spánverja og missir þeirra á síðustu leifum [[Spænska heimsveldið|spænska heimsveldisins]] var gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðarímynd Spánar og leiddi til þess að spænskt samfélag var gaumgæfilega endurmetið. Bandaríkin eignuðust ýmsar eyjar um allan hnöttinn og því byrjuðu nýjar deilur um hve skynsamleg [[útþenslustefna]] væri fyrir ríkið.<ref>George C. Herring, ''From Colony to Superpower: U.S. Foreign relations since 1777'' (2008) ch. 8</ref> Stríðið við Spánverja var eitt af aðeins fimm stríðum sem bandaríska þingið lýsti formlega yfir.<ref>{{cite web|url=https://www.senate.gov/pagelayout/history/h_multi_sections_and_teasers/WarDeclarationsbyCongress.htm|title=U.S. Senate: Official Declarations of War by Congress|date=June 29, 2015|work=senate.gov}}</ref>